Fara í efni

Ofurrafbíll

Fréttir

Frétt af mbl.is

Króa­tíski frum­kvöðull­inn Mate Rimac mætti til bíla­sýn­ing­ar­inn­ar í Genf í byrj­un mars með bíl sem tals­verð eft­ir­vænt­ing hef­ur ríkt eft­ir. Hér er um að ræða fyrsta of­urraf­bíl heims­ins, eins og tekið er til orða, Rimac Concept One.

Alls ráðger­ir Rimac smíði átta út­gáfa af of­urraf­bíl­um og er Concept One sá fyrsti. Til­kynnt var um áform um þróun hans og smíði fyr­ir fimm árum.

Þeir sem áhuga kynnu á að verða sér úti um ein­tak þurfa eiga minnst eina millj­ón doll­ara hand­bæra, það er nokk­urn veg­inn verðmiði bíls­ins. En Rimac ótt­ast það ekki og seg­ist sann­færður um að hafa hannað hinn full­komna of­ur­bíl fyr­ir raf­bíla­markaðinn.

Ný­stár­leg afl­rás­in er al­gjör frum­smíði Rimac og er hönnuð til að þyngd­ar­dreif­ing­in verði sem jöfn­ust í bíln­um. Raf­mótor er byggður inn í hvert hjól­anna fjög­urra fyr­ir aukið afl og betri stjórn á bíln­um. Inn­an­vert skín lúx­us allt í gegn og þykir smíðin ein­stak­lega vönduð.

Sé spurt um hraða er svarið þann veg, að topp­hraðinn er 355 km/​klst og á 100 km/​klst ferð úr kyrr­stöðu nær hann á ein­ung­is 2,6 sek­únd­um. Sé það rétt er um ein­stak­lega til­komu­mikið upp­tak af raf­bíl að vera. Þessi snerpa er ekki allt því 200 km ferð úr kyrr­stöðu nær Rimac-bíll­inn á 6,2 sek­únd­um og 300 km á 14,2 sek­únd­um. Mesta afl er 800 kílóvött og togið 1600 Nm.

RimacConcept­One er ekki eini raf­magnaði of­ur­bíll­inn sem er um það bil að koma á göt­una. Tesla er með smíði Model R of­ur­bíls­ins bíg­erð, Fara­day boðar Fut­ure og í Singa­púr er bílsmiður­inn Vanda Electric að leggja dröög að of­ur­bíln­um Dendrobi­um.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2016/03/29/fyrsti_ofurrafbillinn_afhjupadur/