Fara í efni

Öflug­asti Golf GTI frá upp­hafi í Heklu

Fréttir

Frétt af mbl.is

Golf GTI fagnaði í ár fer­tugsaf­mæl­inu og af því til­efni var öfl­ug­asti Golf GTI frá upp­hafi kynnt­ur til sög­unn­ar. Hann kall­ast Golf GTI Clu­bsport Ed­iti­on 40 og er ætlaður vand­lát­um öku­mönn­um sem vilja betri akst­ur­seig­in­leika, ögn meiri dirfsku og styrk.

Und­ir vél­ar­hlíf­inni á Clu­bsport er fjög­urra strokka, tveggja lítra forþjöppuð bens­ín­vél með beinni inn­spýt­ingu sem skil­ar 265 hest­öfl­um. Há­marks­hraðinn er 250 km/​klst. og hann er í 5,9 sek­únd­ur í hundraðið. Ekki nóg með það held­ur er vél­in út­bú­in „over­boost“ búnaði sem eyk­ur kraft­inn upp í 290 hest­öfl í allt að 10 sek­únd­ur.

Golf GTI Clu­bsport er ekki aðeins með meira afl und­ir húdd­inu held­ur hafa fjöðrun­in og loft­mótstaðan verið end­ur­bætt. Með vind­kljúfi á þak­inu og breytt­um framstuðara næst meiri væng­pressa og þar af leiðandi eykst stöðug­leiki og veggrip. Þannig nær Golf GTI Clu­bsport mikl­um stöðug­leika á mikl­um hraða og í hröðum beygj­um.

Það sem aðgrein­ir ytra út­lit Clu­bsport frá hefðbundn­um Golf GTI er framstuðar­inn sem skart­ar aukaflip­um á sitt hvorri hliðinni, öðru­vísi hliðarsvunt­ur, breytt lög­un á vind­kljúfi á þaki og svunta sem er inn­byggð í aft­urstuðarann. Svörtu skreyt­ing­arn­ar á hliðunum er vís­un í upp­haf­lega Golf GTI frá 1976 og svarta þakið og hliðarspegl­arn­ir gefa Clu­bsport yf­ir­bragð kapp­akst­urs­bíls. 18 tommu ál­felg­ur setja svo punkt­inn yfir i-ið. Að inn­an skart­ar Clu­bsport vandaðri hönn­un. Sport­sæt­in eru að hluta til klædd Alcant­ara-leðri og köfl­óttu mynstri og GTI merkið er saumað í höfuðpúðana.

Nú er þessi magnaði bíll kom­inn í sýn­ing­ar­sali Heklu við Lauga­veg. Er sjón lík­lega sögu rík­ari.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2016/07/29/oflugasti_golf_fra_upphafi_i_heklu/