Fara í efni

Nýskráðir fólksbílar í september 2025

Fréttir

Það voru 868 nýir fólksbílar skráðir í september og samtals 10.688 frá áramótum. Það jafngildir 30% aukningu frá sama tímabili í fyrra. Aukningin er á breiðum grunni, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum, eftir rólegt ár í fyrra.

Rafmagn er algengasti orkugjafinn með 35% hlutdeild í nýskráningum það sem af er ári og nokkuð ljóst að orkuskiptin eru komin á fullt aftur eftir bakslag á síðasta ári. Hlutdeild rafmagnsbíla er hæst hjá einstaklingum og lægst hjá bílaleigum. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2026 kemur fram að fyrirhugað sé lækka rafbílastyrkinn á næsta ári. Í dag er styrkurinn 900 þús. kr. fyrir nýjan rafmagnsbíl sem kostar minna en 10 milljónir. Óvíst er hvað áhrif lækkunin kann að hafa á markaðinn en líklegt er að hluti rafmagnsbílakaupa færist fram á lok þessa ársins til að nýta hærri styrk.

*Janúar-september

*Janúar-september

Einstaklingar keyra áfram vöxtinn í nýskráningu fólksbíla. Alls hafa þeir nýskráð 4.164 nýja fólksbíla það sem af er ári sem er 55% aukning milli ára. Líkt og fram hefur komið eru orkuskipti einstaklinga í fullum gangi og er 63% af nýjum fólksbílum rafmagnsbílar og um 19% tengiltvinnbílar.

*Janúar-september

*Janúar-september

Fyrirtæki, önnur en ökutækjaleigur, hafa nýskráð 1.240 nýja fólksbíla það sem af er ári. Það er 30% aukning milli ára. Rafmagn er algengasti orkugjafinn með um 54% hlutdeild og þar á eftir koma tengiltvinnbílar með 24% hlutdeild.

*Janúar-september

*Janúar-september

Ökutækjaleigur eru stærsti kaupendahópur nýrra fólksbíla líkt og síðustu fjögur ár. Það sem af er ári er búið að nýskrá 5.239 bílaleigubíla og fjölgaði þeim um 17% milli ára. Tvinnbílar (e. hybrid) eru algengastir og þar á eftir tengiltvinnbílar (PHEV).

*Janúar-september

*Janúar-september

Kia er mest skráða einstakra bíltegundin það sem af er ári með samanlagt 1.732 nýskráða fólksbíla. Það jafngildir 16% hlutdeild af öllum nýskráðum fólksbílum. Þar á eftir kemur Toyota með 1.250 nýja fólksbíla sem er 12% hlutdeild og síðan Tesla með 1.185 fólksbíla og 11% hlutdeild.