Fara í efni

Nýskráðir fólksbílar í mars 2025

Fréttir

Nýskráðir fólksbílar í mars 2025

Alls voru nýskráðir 1.021 nýir fólksbílar í mars. Það er nálægt því tvöföldun á nýskráningum samanborið við mars á síðasta.

*Tölur fyrir mars

Sé litið til nýskráningar fólksbíla það sem af er ári námu þær samanlagt 2.272 sem er 63,9% aukning frá sama tímabili í fyrra.

*Tölur fyrir janúar-mars

Kia var mest skráða tegundin á fyrstu þremur mánuðum ársins með 350 nýskráða fólksbíla, sem samsvarar 15% af öllum nýskráðum fólksbílum. Tesla var með næst flestar nýskráningar með 323 nýskráða fólksbíla og 14% hlutdeild. Þar á eftir kom Toyota með 253 nýskráningar fólksbíla og 11% hlutdeild.

Hlutdeild rafmagnsbíla er að aukast eftir niðursveiflu síðasta árs. Rafmagn var vinsælasti orkugjafinn og hafa verið nýskráðir 956 nýir rafmagnsbílar það sem af er ári. Það jafngildir 42,1% hlutdeild af nýskráðum fólksbílum. Næst á eftir komu tengiltvinnbílar en samtals voru nýskráðir 480 slíkir fólksbílar það sem af er ári sem nemur 21,1% af nýskráðum fólksbílum.

*Tölur fyrir janúar-mars

Einstaklingar voru skráðir fyrir flestum nýjum fólksbílum það sem af er ári. Alls voru nýskráð 1.126 fólksbílar á einstaklinga sem er 59,5% aukning milli ára.

*Tölur fyrir janúar-mars

Meira en helmingur þessara bíla voru rafmagnsbílar eða 60%. Hlutfallið er svipað og á sama tímabili árin 2022-2023. Tengiltvinnbílar voru næst algengastir með 21% hlutdeild.

*Tölur fyrir janúar-mars

Almenn fyrirtæki (að undanskildum ökutækjaleigum) nýskráðu 329 fólksbíla á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það er 26,1% aukning samanborið við sama tímabil í fyrra. Rafmagn var algengasti orkugjafinn hjá almennum fyrirtækjum, með 54% hlutdeild.

*Tölur fyrir janúar-mars

Ökutækjaleigur skráðu 817 nýja fólksbíla það sem af er ári sem er næstum tvöföldun frá sama tímabili í fyrra. Miðað við þetta var 1 af hverjum 3 nýskráðum fólksbílum bílaleigubíll. Hybrid bílar voru algengastir eða 39% af nýskráðum bílaleigubílum.

*Tölur fyrir janúar-mars