FRÉTTATILKYNNING
Nýskráðir fólksbílar í maí 2024
Skráning nýrra fólksbíla dróst saman í maí samanborið við maí í fyrra. Alls voru skráðir 2.008 nýir fólksbílar nú í maí en voru 2.578 í sama mánuði í fyrra. Er það samdráttur upp á 22,1%.
*Tölur eru MTD
Ef við horfum á skráningar það sem af er ári er samdráttur upp á 38,3% milli ára. Skráðir hafa verið 4.756 nýir fólksbílar en miðað við sama tímabil í fyrra voru skráðir 7.707 nýir fólksbílar fyrstu fimm mánuði ársins.
*Tölur eru YTD
Einstaklingar
Nýskráningar á einstaklinga voru 314 í mánuðinum samanborið við 725 í maí í fyrra og er því samdráttur í skráningum fólksbíla á einstaklinga 56,7% milli sömu mánaða. Það sem af er ári hafa verið skráðir 1.278 nýir fólksbílar á einstaklinga saman borið við 2.764 nýja fólksbíla á sama tíma í fyrra. Er það samdráttur upp á 53,8% milli ára.
*Tölur eru MTD
Almenn fyrirtæki
Nýskráningar á almenn fyrirtæki (fyrir utan ökutækjaleigur) voru 113 nýir fólksbílar í maí samanborið við 230 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í skráningum til almennra fyrirtækja 50,9% milli ára. Það sem af er ári er búið að skrá 498 nýjan fólksbíl á almenn fyrirtæki samanborið við 937 í maí í fyrra. Er það samdráttur upp á 46,9%.
*Tölur eru MTD
Ökutækjaleigur
Ökutækjaleigur hafa skráð 1.581 nýja fólksbíla í maí í ár samanborið við 1.621 á sama tíma í fyrra og er því sambærilegur skráningum fyrir ári, en mælist þó samdráttur á skráningum fólksbíla í ökutækjaleigur 2,5% samanborið við maí í fyrra. Það sem af er ári hafa verið skráðir 2.979 nýir fólksbílar á ökutækjaleigu saman borið við 4.002 á sama tímabili fyrir ári sem er samdráttur upp á 25,6%.
*Tölur eru MTD
Orkugjafar
Hlutfall hybrid er hæst þegar skoðaðar eru nýskráningar fólksbíla eftir orkugjafa í maí eða 31,0% en þó hefur dregið úr skráningum þeirra milli maí í ár saman borið við maí fyrra eða 3,9%. Næst á eftir eru nýskráningar á bensín sem er 27,3% af skráningum í maí í ár. Hafa skráningar þeirra aukist um 22,0% milli maí í ár og maí í fyrra. Þar á eftir koma svo skráningar á dísel sem var 21,6% í maí og er mest aukning á skráninga þeirra milli maí í ár og maí í fyrra eða 33,2%. Tengiltvinnbílar voru 11,7% af skráningum fólksbíla í mánuðinum en aukning á skráningum þeirra milli mánaðanna var 11,4%. Fæstar skráningar voru skráðir rafbílar eða 8,4% af þeim 2.008 fólksbílum sem skráðir voru í mánuðinum og samdráttur þeirra milli maí í ár og maí í fyrra er 82,2%.
Fjöldi skráninga í mánuðinum samanborið við sama mánuð árinu á undan (MTD)
*Tölur eru MTD
Í maí var mest skráða tegundin KIA með 367 skráða fólksbíla eða 18,3% af skráðum fólksbílum, þar á eftir kemur Hyundai með 297 skráða fólksbíla og 14,8% af skráðum fólksbílum. Þriðja mest skráða tegundin í maí var Toyota með 265 fólksbíla og 13,2% hlutdeild.
Það sem af er ári er mest skráða tegundin KIA með 13,8% markaðshlutdeild, Hyundai þar á eftir með 13,5% og þriðja mest skráða tegundin í ár er Toyota með 12,2% markaðshlutdeild.
*tölur til og með 31. maí 2024