Fara í efni

Nýskráðir fólksbílar í ágúst 2024

Fréttir

Nýskráðir fólksbílar í ágúst 2024

Skráning nýrra fólksbíla dróst saman í ágúst í ár samanborið við ágúst í fyrra. Alls voru skráðir 464 nýir fólksbílar nú en voru 1.166 í sama mánuði í fyrra. Er það samdráttur upp á 60,2%.

*Tölur eru MTD

Ef við horfum á skráningar það sem af er ári er samdráttur upp á 39,7% milli ára. Skráðir hafa verið 7.656 nýir fólksbílar en miðað við sama tímabil í fyrra voru skráðir 12.702 nýir fólksbílar fyrstu átta mánuði ársins.

*Tölur eru YTD

Einstaklingar

Nýskráningar á einstaklinga voru 313 í mánuðinum samanborið við 718 í ágúst í fyrra og er því samdráttur í skráningum fólksbíla á einstaklinga 56,4% milli sömu mánaða. Það sem af er ári hafa verið skráðir 2.346 nýir fólksbílar á einstaklinga saman borið við 4.637 nýja fólksbíla á sama tíma í fyrra. Er það samdráttur upp á 49,4% milli ára.

*Tölur eru MTD

Almenn fyrirtæki

Nýskráningar á almenn fyrirtæki (fyrir utan ökutækjaleigur) voru 117 nýir fólksbílar í mánuðinum samanborið við 168 í sama mánuði í fyrra og er því samdráttur í skráningum til almennra fyrirtækja 30,4% milli sömu mánaða. Það sem af er ári er búið að skrá 836 nýjan fólksbíl á almenn fyrirtæki samanborið við 1.521 í ágúst í fyrra. Er það samdráttur upp á 45,0%.

*Tölur eru MTD

Ökutækjaleigur

Ökutækjaleigur hafa skráð 34 nýja fólksbíla í ágúst í ár samanborið við 280 í sama mánuði í fyrra og er því samdráttur á skráningum fólksbíla í ökutækjaleigur 87,9% samanborið við ágúst í fyrra. Það sem af er ári hafa verið skráðir 4.473 nýir fólksbílar á ökutækjaleigu saman borið við 6.539 á sama tímabili fyrir ári sem er samdráttur upp á 31,6%.

*Tölur eru MTD

Orkugjafar

Hlutfall rafbíla var hæst í mánuðinum þegar skoðaðar eru nýskráningar fólksbíla eftir orkugjafa í ágúst eða 41,4% en þó er það samdráttur upp á 72,5% borið saman við sama mánuð í fyrra. Næst á eftir eru nýskráningar á hybrid sem er 21,1% af skráningum í ágúst í ár. Hafa skráningar þeirra dregist saman um 25,8% milli ágúst í ár og ágúst í fyrra. Þar á eftir koma svo skráningar á tengiltvinnbílar sem voru 19,8% í ágúst og drógust skráningar þeirra milli ágúst í ár og ágúst í fyrra saman um 24,0%. Dísel bílar voru 9,7% af skráningum fólksbíla í mánuðinum og var samdráttur á skráningum þeirra milli ágúst í ár og ágúst í fyrra 66,2%. Fæstar skráningar voru skráðir bensínbílar eða 8,0% af þeim 464 fólksbílum sem skráðir voru í mánuðinum og samdráttur í skráningum bensínbíla milli ágúst í ár og ágúst í fyrra 54,3%.

Fjöldi skráninga í mánuðinum samanborið við sama mánuð árinu á undan (MTD)

*Tölur eru MTD

Ef hlutfall orkugjafa er skoðað það sem af er ári er ansi jöfn skráning allra orkugjafa. Hybrid er mest skráð það sem af er ári eða 23,7% af nýskráðum fólksbílum en fæstir rafbílar voru skráðir eða 18,3%. Hins vegar ef skoðað er hlutfall orkugjafa hjá einstaklingum má sjá að rafbílar eru þar mest skráði orkugjafinn eða 41,9% á meðan bensín er lægst eða 6,3% af nýskráðum fólksbílum.

Toyota var mest skráða tegundin í mánuðinum eða 87 skráðir fólksbílar eða 18,8% af skráðum fólksbílum, þar á eftir komu KIA og Tesla með 43 skráða fólksbíla og 9,3% af skráðum fólksbílum. Þar á eftir kom Volvo með 34 fólksbíla og 7,3% hlutdeild.

Það sem af er ári er mest skráða tegundin KIA með 14,8% markaðshlutdeild, Toyota þar á eftir með 13,2% og þriðja mest skráða tegundin í ár er Hyundai með 12,7% markaðshlutdeild.

*tölur til og með 31. ágúst 2024