Fara í efni

Nýrra-bíla-kirkju­g­arðar eru upp­spuni

Fréttir

Eru nýir, óseld­ir bíl­ar að safn­ast sam­an í svo mikl­um mæli að þeir þekja heilu hekt­ar­ana? Í stuttu máli, nei. En því er engu að síður haldi fram í grein sem fer nú eins og storm­sveip­ur um netið, og vitnað var í í DV.

Sag­an geng­ur út á að bíla­fram­leiðend­ur séu sein­ir til að bregðast við minnk­andi bíla­sölu í kjöl­far efna­hags­hruns­ins, og hafi lítið hægt á fram­leiðslu sinni. 

Að hluta til á það að skýr­ast af viðleitni þeirra til að halda uppi sölu­töl­um, en að hluta til á það bara að vera þrjóska. Það hafi í för með sér að um all­an heim fyll­ist risa­stór bíla- og geymslu­svæði af óseld­um bíl­um sem eng­inn vill.

Því er haldið fram að þetta sé að verða svo mikið vanda­mál, að bíla­fram­leiðend­ur séu að verða uppiskroppa með pláss. Enn­frem­ur er því haldið fram að bíl­arn­ir eyðilegg­ist af því að standa óhreyfðir, og því sé um full­komna sóun að ræða.

Kyrr­stæðir bíl­ar = heimsend­ir?

Grein­in í DV vitn­ar í grein, sem birt­ist á vefsíðunni Zero Heg­de þann 16. maí, og er end­ur­birt­ing á grein eft­ir höf­und sem kall­ar sig Vincent Lew­is.

Dod­ge Durango jepp­ar. Mynd­in er frá því fyr­ir hrun, en Lew­is taldi hana sýna kirkju­g­arð nýrra bíla.

Sá hef­ur meðal ann­ars gefið bók með sam­særis­kenn­ing­um þar sem hann dreg­ur í efa allt frá frétta­flutn­ingi til sögu­bóka og að skipið sem sökk eft­ir árekst­ur við ís­jaka 1912 hafi í raun verið Tit­anic.

Í grein sinni seg­ir Lew­is að bíl­ar séu að safn­ast upp á mörg­hundruð stöðum á jörðinni, og skipti millj­ón­um. Um ástæður seg­ir Lew­is: „Bílaiðnaður­inn get­ur ekki hætt að fram­leiða bíla, því þá þyrfti að loka verk­smiðjum og segja upp tugþúsund­um starfs­fólks. Það myndi bæta enn frek­ar við krepp­una.

Dómínó-áhrif­in yrðu skelfi­leg, því stálfram­leiðend­ur gætu ekki selt stálið sitt. Þeir tugþúsund­ir staða sem fram­leiða íhluti í bíla yrðu líka fyr­ir áhrif­um, í raun myndi heim­ur­inn hætta að snú­ast.“

Þau svo að Lew­is sé ekki að tala um raun­veru­lega snún­ing jarðar um mönd­ul sinn, eru áhrif­in sem hann lýs­ir til þess gerð að mála mjög dökka mynd og vekja ugg í brjósti fólks.

Sam­særi eða til­bún­ing­ur?

Í lýs­ingu á bók sinni seg­ir Lew­is: „Sam­særis­kenn­inga­smiðir horfa ekki á bara það sem er skrifað og sett fram í fjöl­miðlum, þar með talið bók­um.“ Munið, hann er að segja þetta um bók.

Mynd­in af Nis­s­an akst­urs­braut­inni, sem tek­in var rétt eft­ir hrun. Það kom Lew­is miki á óvart að bíl­arn­ir væru ekki þar leng­ur í síðustu viku.

„Þeir leit­ast við að sjá smá­atriði sem öðrum yf­ir­sjást og staðreynd­ir sem voru vís­vit­andi huld­ar, og sann­reyna þau eft­ir því sem at­b­urðir þró­ast og nýj­ar upp­götv­an­ir koma í ljós.“

Sé hins veg­ar horft fram­hjá því sem Lew­is skrif­ar, kem­ur í ljós að grein­in hans er lítið annað en skrum­skæl­ing á grein sem Matt Har­digree, bíla­blaðamaður á Jal­opnik, skrifaði í janú­ar 2009.

Í grein­inni rek­ur Har­digree stutt­lega hvernig efna­hags­hrunið hef­ur leitt til hruns í bíla­sölu, þannig að nýir bíl­ar liggi nú óseld­ir á víð og dreif. Svo mikið var satt og rétt, eða var alla­vega í þá daga.

Hargi­dree seg­ist sjálf­ur hafa stuðst við mynda­grein í Guar­di­an, sem fjallaði um ná­kvæm­lega sama vanda, fjór­um dög­um áður. Har­digree not­ar að ein­hverju leiti sömu mynd­ir og birt­ust í Guar­di­an-grein­inni, sem Lew­is not­ar svo aft­ur með sinni og seg­ir nýj­ar.

Í ág­úst 2009, sjö mánuðum eft­ir að mynda­grein­in birt­ist, flutti Guar­di­an frétt­ir af því að bíla­fjöld­inn sem á þeim hefði sést væri að mestu far­inn af geymslu­svæðum og í hend­urn­ar á nýj­um kaup­end­um. Markaður­inn hefði náð sæmi­legu jafn­vægi, meðal ann­ars vegna aðgerða breskra stjórn­valda sem borguðu fólki fyr­ir að setja gamla bíla í brota­járn og kaupa nýja.

Fyrstu frétt­ir Guar­di­an af sam­an­söfn­um óseldra bíla virðast reynd­ar vera frá seinni hluta októ­ber 2008. Les­end­ur ættu vænt­an­lega að geta tengt sam­an þá punkta sem til þarf til að sjá ástæðuna.

Neit­ar að trúa því að vand­inn sé ekki til staðar

En af hverju er sag­an ekki sönn? Hvað er því til sönn­un­ar að það sé ekki óeðli­leg sam­söfn­un nýrra, óseldra bíla, að eiga sér stað víðsveg­ar um heim?

Fyr­ir utan þá staðreynd að Vince Lew­is er sam­særis­kenn­ing­arsmiður, og að Zero Hed­ge, sem end­ur­birti grein­ina með Lew­is sem gestapenna, er ekki bein­lín­is þekkt fyr­ir áreiðan­leg­ar eða vandaðar frétt­ir (síðan átti þó stór­an þátt í að af­hjúpa Goldm­an Sachs á sín­um tíma, svo dæmi sé tekið um raun­veru­leg­ar frétt­ir sem rata á síðuna), hef­ur Har­digree (sá sem skrifaði grein­ina sem Lew­is skrum­skældi) tekið sam­an nokk­ur atriði því til sönn­un­ar að hér sé verið að blása upp vanda­mál sem er ekki til staðar.

Til dæm­is nefn­ir hann að jafn­vel þó gervi­hnatta­mynd­ir Google séu ekki upp­færðar mjög reglu­lega, er þó hægt að ganga úr skugga um að mörg svæðanna sem nefnd eru í grein­inni eru nú svo gott sem tóm.

Lew­is seg­ir um þetta, þegar hann sér að bíl­arn­ir sem fylltu akst­urs­braut Nis­s­an í Sund­erland eru horfn­ir:„Ég trúi því ekki að þeir hafi all­ir verið seld­ir í skyndi. Ætli þeir hafi ekki bara flutt þá í burtu til end­ur­vinnslu, til að búa til pláss fyr­ir næsta risa­fram­leiðslu­skammt.“

Eld­gaml­ar mynd­ir og eðli­leg bíla­stæði

Har­digree seg­ir Lew­is skorta grund­vall­arþekk­ingu á því hvernig heim­ur­inn virk­ar, og setti sam­an lista yfir það sem er at­huga­vert við grein hans.

Fyrst af öllu eru marg­ar mynd­irn­ar með grein­inni mjög gaml­ar. Marg­ar þeirra eru jú end­ur­birt­ar úr fimm ára gam­alli grein, en sum­ar eru jafn­vel eldri en það. Til dæm­is fylg­ir grein­inni mynd af Dod­ge Durango jepp­um sem er frá því fyr­ir hrun, og svipaða sögu er að segja að mynd af Honda Accord bíl­um.

Sé flett upp í frétta- og mynda­veit­um á borð við Getty, AFP eða AP kem­ur í ljós að stærst­ur hluti mynd­anna er dag­sett­ur í kring­um hrun, þegar of­fram­boð á bíl­um var raun­veru­legt vanda­mál.

Næst bend­ir Har­digree á að Lew­is virðist halda að hver bíll sé fram­leidd­ur eft­ir pönt­un og send­ur svo beint til kaup­anda síns. Eitt af svæðunum sem Lew­is bend­ir á sem safn­haug, Royal Port­bury Docks í Avon­mouth, ekki langt frá Bristol, er í raun upp­skip­un­ar­svæði þar sem um 700.000 bíl­ar hafa viðdvöl á hverju ári, á leið til söluaðila og kaup­enda. Þannig sé með mörg önn­ur svæði, því ein­hvers staðar verði bíla­söl­ur og -umboð að geyma lag­er sinn. 

Það að bíll standi óseld­ur í nokkr­ar vik­ur eða mánuði sé því al­veg eins og að vara­hlut­ur liggi óseld­ur inni í hillu í ein­hvern tíma

Væn­i­sýki­bull og rang­ar full­yrðing­ar

Í þriðja lagi vitni Lew­is til dag­setn­inga skjá­skota af Google Maps, því til sönn­un­ar að bíl­ar hafi þá daga staðið á ákveðnum stöðum. Lew­is virðist því halda að Google Maps virki í raun­tíma, á meðan þær eru að meðaltali eins til þriggja ára gaml­ar.

Í fjórða lagi telji Lew­is að bíl­ar eyðilegg­ist við það að standa í nokkra mánuði. Har­digree bend­ir hins veg­ar á að oft dugi að fara yfir ein­falda hluti til að bíl­ar sem hafa staðið, jafn­vel í mörg ár, séu full­kom­lega not­hæf­ir.

Þó svo að það hafi kannski ekki úr­slita­áhrif á raun­mæti grein­ar­inn­ar, vís­ar það enn og aft­ur til þess að Lew­is sé ekki bein­lín­is að skrifa af þekk­ingu.

Í fimmta lagi virðist Lew­is taka öll­um árstíðarsveifl­um í sölu sem merki um vís­vit­andi of­fram­leiðslu til að halda sölu­töl­um uppi. Þannig hafi síðasti vet­ur verið harður í Banda­ríkj­un­um, og færri bíl­ar selst en við var bú­ist. Í staðinn verða færri bíl­ar keypt­ir til lands­ins þar til lag­erstaða kall­ar á annað.

Í sjötta lagi bend­ir Har­digree fólki á að lesa grein Lew­is. Hún sé ein­fald­lega full af röng­um full­yrðing­um og álykt­un­um. Til dæm­is segi Lew­is að vand­inn sé til kom­inn vegna þess að fjöl­skyld­ur geti ekki leng­ur keypt sér nýj­an bíl á hverju ári. 

Har­digree bend­ir á að þegar ástandi var hvað best í Banda­ríkj­un­um, 1969, hafi meðal­ald­ur bíla á göt­unni verið 5,1 ár. Í fyrra hafi hann verið 11,4 ár. Fjöl­skyld­ur hafi því ekki verið að kaupa bíla á hverju ári.

„Lok­aniðurstaðan er þessi: Grein­in er væn­i­sýki­bull sem inni­held­ur ekki minnsta snef­il af raun­veru­leika,“ seg­ir Har­digree að lok­um í nýrri grein, og bæt­ir við: „Mitt ráð? Ekki gleypa við þessu.“ Segir í frétt á mbl.is