Fara í efni

Nýr og tæknivæddur B-Class.

Fréttir

Ný kynslóð Mercedes-Benz B-Class verður frumsýnd hjá Öskju nk. laugardag 9. mars. Hér er um að ræða mjög breyttan bíl frá forveranum bæði í útliti og eins tækninýjungum.

B-Class hefur fengið nýtt og ferskara útlit sem er með sportlegum og áberandi línum. Innanrýmið er fallega hannað með hágæða búnaði og efnisvali. Það er í anda nýjustu hönnunarlínu Mercedes-Benz þar sem vel hannaðar lofttúður setja sinn svip á innanrýmið ásamt tæknivæddum snertiskjá sem sér um allt sem tengist akstrinum og afþreyingarkerfum bílsins. Bíllinn býður upp á hámarks sætisþægindi, pláss og sveigjanleika í farangursrýminu.

B-Class er í boði með aflmiklum en sparneytnum bensín- og dísilvélum. B 180 d er 116 hestafla dísilvél með tog upp á 200 Nm. Hröðunin 0-100 er 10,7 sekúndur. Eyðslan er frá aðeins 3,9 lítrum á hundraðið og CO2 útblástur 102 g/km. B 200 er með 163 hestafla bensínvél með 250 NM í togi. Hröðunin 0-100 er 8,2 sekúndur. Eyðslan er frá 5,4 lítrum á hundraðið.

Bíllinn fæst sjálfskiptur og hægt er að velja hið fullkomna 4MATIC aldrifskerfi frá Mercedes-Benz sem gerir hann enn meira spennandi við íslenskar aðstæður. Meðal staðalbúnaðar í Style útfærslunni má nefna bakkmyndavél og hærri fjöðrun fyrir íslenskar aðstæður. Aukalega í Progressive útfærslunni má nefna íslenskt leiðsögukerfi, hita í stýri og minnispakka í bílstjórasæti svo eitthvað sé nefnt.

Þá er nýr B-Class með nýju og hátæknivæddu MBUX margmiðlunarkerfi sem býður m.a. upp á hið skemmtilega Hey Mercedes raddstýringarkerfi sem kom fyrst í A-Class á síðasta ári. Bíllinn er mjög vel búinn nýjustu öryggis- og aðstoðarkerfum frá Mercedes-Benz. Kerfin og aðgerðirnar geta sjálfkrafa greint t.d. sjálfkrafa greint hættur, varað við þeim í neyðartilfellum og jafnvel gripið inn í til að koma í veg fyrir þær.