Fara í efni

Nýr og end­ur­bætt­ur sýn­ing­ar­sal­ur Ís-Band

Fréttir

Bílaum­boðið Íslensk-Banda­ríska ehf hef­ur opnað sýn­ing­ar­sal nýrra bíla að Þver­holti 6 í Mos­fells­bæ.

Sal­ur­inn hef­ur verið end­ur­nýjaður og stækkaður, en fyr­ir­tækið flutti tíma­bundið sölu nýrra bíla í sýn­ing­ar­sal 100 bíla í Stekkj­ar­bakka í Mjódd, á meðan breyt­ing­ar stóðu yfir. 

Í sal Ís-Band má nú finna og skoða nýj­ustu Fiat, Jeep og Dod­ge bíl­ana. Í til­kynn­ingu um opn­un nýja sal­ar­ins seg­ir, að mjög góðar og skemmti­leg­ar reynsluakst­urs­leiðir sé að finna í Mos­fells­bæ og ná­grenni. Opið er hjá Ís-Band er alla virka daga á milli kl. 10-18 og laug­ar­dag frá kl. 11-15.