Bílaumboðið Íslensk-Bandaríska ehf hefur opnað sýningarsal nýrra bíla að Þverholti 6 í Mosfellsbæ.
Salurinn hefur verið endurnýjaður og stækkaður, en fyrirtækið flutti tímabundið sölu nýrra bíla í sýningarsal 100 bíla í Stekkjarbakka í Mjódd, á meðan breytingar stóðu yfir.
Í sal Ís-Band má nú finna og skoða nýjustu Fiat, Jeep og Dodge bílana. Í tilkynningu um opnun nýja salarins segir, að mjög góðar og skemmtilegar reynsluakstursleiðir sé að finna í Mosfellsbæ og nágrenni. Opið er hjá Ís-Band er alla virka daga á milli kl. 10-18 og laugardag frá kl. 11-15.