Fara í efni

Nýr Nissan Leaf til Íslands í apríl

Fréttir

Frétt af mbl.is

Nis­s­an hef­ur svipt hul­unni af nýrri kyn­slóð mest selda raf­magns­bíls heims, Nis­s­an Leaf, sem vænt­an­leg­ur er á markað í Evr­ópu á næsta ári. Von er á hon­um til Íslands í apríl nk.

Bíll­inn hef­ur tekið mikl­um og já­kvæðum breyt­ing­um í sam­ræmi við hönn­un annarra nýrra bíla frá Nis­s­an svo sem nýj­um Micra og Qashqai svo dæmi séu tek­in. Nis­s­an Leaf fer á Jap­ans­markað í næsta mánuði og í byrj­un næsta árs til Norður-Am­er­íku og helstu lyk­il­markaða í Evr­ópu. Gert er ráð fyr­ir nýj­um Leaf til BL, umboðsaðila Nis­s­an á Íslandi, í apríl 2018.

Nýr Leaf er stærri en nú­ver­andi kyn­slóð, bæði ör­lítið lengri og breiðari og einnig með
hærri yf­ir­bygg­ingu. Meðal helstu nýj­unga má nefna öfl­ugri afl­rás. Leaf verður einnig bú­inn öll­um helstu tækninýj­ung­un­um frá Nis­s­an sem auka í senn akst­ur­seig­in­leika, þæg­indi, sam­skipta­tækni og ekki síst ör­yggi öku­manns og farþega.

e-Pe­dal

Sem dæmi má nefna nýj­an bremsu­næm­an orku­fetil (e-Pe­dal) sem ekki aðeins eyk­urhraðann þegar stigið er á hann held­ur hæg­ir hann einnig með virk­um hætti á bíln­um þegar fæt­in­um er lyft af gjöf­inni, uns hann stöðvast al­veg. Þenn­an búnað þarf að virkja sér­stak­lega og þarf þá ekki að nota bremsu­fót­stigið á meðan, nema stöðva þurfi bíl­inn snögg­lega.

ProPI­LOT
Meðal annarra nýj­unga má nefna tækni­kerfið ProPI­LOT sem aðstoðar öku­mann við
akst­ur­inn með því að halda bíln­um á sinni ak­rein og stjórna hraðanum í sam­ræmi við
um­ferðarþunga hverju sinni. Stöðvast bíll­inn sjálf­krafa fyr­ir aft­an næsta bíl þegar
aðstæður krefjast svo dæmi sé tekið. Einnig get­ur ProPI­LOT lagt bíln­um með ör­ugg­um hætti í stæði sem get­ur verið afar þægi­legt fyr­ir öku­mann þar sem aðstæður eru þröng­ar.

Kraft­meiri og lang­dræg­ari
Nis­s­an mun á næstu mánuðum kynna nýja og öfl­ugri afl­rás sem boðin verður með
nýj­um Leaf og þeir geta valið sem þurfa að jafnaði að aka um lengri veg. Bæði er um að
ræða öfl­ugri raf­mótor og nýja há­orkuraf­hlöðu sem skila Leaf lengra fram á veg­inn eða
allt að 380 km við bestu aðstæður.

3,6 millj­arðar kíló­metra
Nis­s­an kynnti raf­magns­bíl­inn fyr­ir al­menn­ingi árið 2010 og hlaut Leaf strax góðar
mót­tök­ur. Eng­inn raf­magns­bíll á al­menn­um markaði hef­ur selst í jafn mörg­um ein­tök­um og Leaf. Í heild hef­ur bíl­um af teg­und­inni Leaf verið ekið 3,6 millj­arða ki­lometra frá því að bíll­inn kom á markað og hafa enn eng­ar al­var­leg­ar bil­an­ir komið upp í hon­um.

Með Leaf umbreytti Nis­s­an alþjóðleg­um bílaiðnaði og hef­ur opnað augu fjölda fóks fyr­ir kost­um raf­magns­tækn­inn­ar, þar á meðal öku­manna sem ann­ars hefðu aldrei valið raf­magns­bíl. Leaf er nú á markaði í 49 lönd­um þar sem rúm­lega 380 þúsund slík­ir bíl­ar eru í um­ferðinni. Bíll­inn hef­ur hlotið á annað hundrað verðlauna, þar á meðal sem bíll árs­ins í nokkr­um lönd­um og einnig bíll árs­ins á alþjóðavísu.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2017/09/20/nyr_leaf_til_islands_i_april_2/