Búið er að birta myndir af hugsanlegum arftaka Land Rover Defender í Auto Express. Um er að ræða bæði 5 dyra útgáfu af bílnum sem og sportlegri 3 dyra útgáfu.
Áætlað er að nýr Defender verði komin á markað árið 2018 samkvæmt heimildum blaðsins en samkvæmt sömu heimildum verða í boði í það minnsta þrjár mismunandi útgáfur af þessum lífsseiga jeppa sem allir eiga að hafa það sameiginlegt að vera áræðanlegir og öflugir jeppar eins og sá sem nú er og hefur verið í boði. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir ennþá og viðbúið er að breytingar eigi eftir að eiga sér stað frá þessum myndum sem hér fylgja.