Fara í efni

Nýr Kia ProCeed frumsýndur

Fréttir

Nýr Kia ProCeed verður frumsýndur í glænýju og glæsilegu Kia húsi við Krókháls nk. laugardag kl. 12-16.

Nýr ProCeed er spennandi og fallega hannaður bíll með svokölluðu Shooting Brake útliti sem gerir hann sérlega sportlegan ásýndar. Línurnar eru djarfar og flottar en Kia hefur fengið mikið lof fyrir hönnun bíla sinna undanfarin ár og unnið til fjölda eftirsóttra hönnunarverðlauna. Mikið er lagt í innanrými ProCeed sem er vel hannað, sportlegt og nútímalegt. Í innarýminu er tæknivæddur snertiskjár sem býður upp á allar aðgerðir bæði varðandi aksturinn og afþreyingarkerfi.

ProCeed er rúmlega 4,6 metra langur og aðeins lengri en Kia Ceed Sportswagon. ProCeed er með mjög mikið farangursrými miðað við sinn stærðarflokk eða alls 594 lítra. Hann kemur með sportlegri fjöðrun og með tvenns konar vélarútfærslum, 1,4 og 1,6 lítra bensínvélum sem skila 140 og 204 hestöflum.

ProCeed kemur bæði í sportlegri GT og GT Line útfærslum sem eru með ýmsum sportlegri búnaði en hinn hefðbundni bíll. Má þar nefna sportsæti, sportstuðara, sportfelgur, tvöfalt pústkerfi með krómáferð og LED afturljós með áberandi GT og GT Line merkjum á afturhleranum. Nýr ProCeed er vel búinn nýjustu aksturs- og öryggiskerfum frá Kia. 

Nýr Kia ProCeed er framleiddur fyrir Evrópumarkað í verksmiðjum Kia í Slóvakíu. ProCeed er að sjálfsögðu með 7 ára verksmiðjuábyrgð eins og allir nýir Kia bílar.