Fara í efni

Nýr GLC SUV heimsfrumsýndur

Fréttir

Mercedes-Benz frumsýnir nýjan GLC SUV í dag miðvikudag kl. 15.00 í beinu streymi á https://media.mercedes-benz.com/GLC.

Hér á ferðinni ný kynslóð af þessu vinsæla sportjeppa sem hentar einkar vel bæði á malbiki sem og á malarvegum með fullkomnu stafrænu stjórnborði. Hægt er að velja aksturstillingu eftir aðstæðum sem lagar veggrip, hemlastýringu og akstursmáta að akstursaðstæðum en líkt og í öðru bílum Mercedes er GLC með 4MATIC drifbúnað. Nýr GLC SUV er í Plug-in Hybrid útfærslu og með rúmlega 100 km drægni á rafmagninu.

GLC býr einnig yfir fjölda eiginleika sem lagar sig að notandanum, til dæmis með MBUX raddstýrikerfinu sem þekkir þínar uppáhalds útvarpsstöðvar, lagalista og leiðarval í gegnum ólík notendasnið. Í hjarta GLC er svo snertiskjárinn sem snýr beint að bílstjóranum. Skjárinn er stafræn tengin milli bílstjóra og bílsins þar sem ökumaður stjórnar öllum mikilvægustu aðgerðum ökutækis. Farangursrýmið er einnig plássmikið, notadrjúgt og hlaðið fylgihlutum.