Fara í efni

Nýr fram­leiðandi kveður sér hljóðs

Fréttir

Frétt af mbl.is

Það er vel þekkt leynd­ar­mál í bíla­heim­in­um að Apple áætli að koma með raf­bíl á markað áður en þessi ára­tug­ur er á enda runn­inn.

Leitt hef­ur verið get­um að því að það verði eitt­hvað nýtt og spenn­andi eins og þegar þessi fram­leiðslurisi kynn­ir eitt­hvað. Öðru hverju kem­ur upp orðróm­ur um þetta frá fyrr­ver­andi starfs­mönn­um Apple en sá nýj­asti bend­ir til þess að fyr­ir­tækið hafi komið sér upp lepp til að koma bíla­áform­um sín­um í fram­kvæmd. Fyr­ir­tækið Fut­ure Fara­day hef­ur vaxið gríðarlega og virðist hafa djúpa vasa þegar kem­ur að pen­inga­mál­um og það hef­ur komið þess­um orðrómi af stað.

Með 500 starfs­menn fyr­ir árs­lok

Fara­day Fut­ure er til­tölu­lega nýtt fyr­ir­tæki í raf­bíla­brans­an­um og byrjaði í fyrra á að kaupa fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­stofu Nis­s­an í Kali­forn­íu. Þegar er fyr­ir­tækið komið með yfir 400 starfs­menn og verða þeir komn­ir yfir 500 fyr­ir árs­lok. Meðal starfs­manna má nefna aðal­hönnuð BMW i8 bíls­ins, en Apple hef­ur áður sýnt raf­bílaþróun BMW sér­stak­an áhuga. Aðrir lyk­il­starfs­menn eru raf­hlöðusér­fræðing­ur frá SpaceX, fyrr­ver­andi inn­rétt­inga­hönnuður frá Ferr­ari auk fyrr­ver­andi starfs­manna Ford, Gener­al Motors og Volvo svo eitt­hvað sé nefnt. Fara­day hef­ur ekki viljað gefa upp hver sé fram­kvæmd­ar­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, en talsmaður þess er Nick Samp­son sem áður vann sem und­ir­vagns­hönnuður fyr­ir Tesla.

Fyrsti bíll­inn til­bú­inn 2017

Fara­day Fut­ure stefn­ir að því að byggja bíla­verk­smiðju í Kali­forn­íu eða öðru ná­granna­fylki sem mun kosta 120 millj­arða króna. Meðal atriða sem fyr­ir­tækið seg­ist ætla að þróa eru nýir íhlut­ir og sjálf­keyr­andi bíl­ar. Fyrsti bíll­inn er áætlaður árið 2017 og á að hafa raf­hlöðu með 15% meira drægi en bíl­ar Tesla eða meira en 500 km. Aðeins ein lít­il tölvu­mynd hef­ur verið birt af bak­hluta bíls­ins. Fara­day vill ekki gefa upp hvaða fjár­sterku aðilar standa að baki fyr­ir­tæk­inu. „Við vilj­um halda sam­starfsaðilum okk­ar leynd­um,“ sagði talsmaður fyr­ir­tæk­is­ins í viðtali við Wall Street Journal. Hvort bíll­inn verður með epli á fram­enda sín­um fáum við von­andi að sjá á næstu miss­er­um.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2015/11/11/nyr_framleidandi_kvedur_ser_hljods/