Fara í efni

Nýr Ford Fiesta frumsýndur hjá Brimborg

Fréttir

Brimborg frumsýnir nýjan Ford Fiesta á morgun, laugardag, 28. október, milli klukkan 12 og 16 í sýningarsölum Ford að Bíldshöfða 6 í Reykjavík og Tryggvabraut 5 á Akureyri. Komdu og reynsluaktu þessum frábæra bíl og njóttu veitinga frá Joe & The Juice (annars konar samlokur og djús á Akureyri).

Ford Fiesta hefur verið endurhannaður frá grunni með gjörbreyttum framenda, rennilegum framljósum og straumlínulaga línum eftir öllum bílnum. Opnaðu dyrnar á Fiesta og þú heillast. Glæsilegt handverk, einstakt val á efnum og mjúk lýsing tekur á móti þér í nýjum Ford Fiesta.

Ríkulegur staðalbúnaður

Ford Fiesta er mjög vel búinn. Í honum er upphitanleg framrúða sem þýðir að þú þarft aldrei að skafa framrúðuna!

Í bílnum er Apple CarPlay/Android Auto sem tengir símann við græjurnar og ef síminn er með GPS staðsetningarkerfi þá varpast það á 6,5“ skjáinn í mælaborði bílsins. Með SYNC III getur þú raddstýrt símanum og hljómtækjunum svo eitthvað sé talið upp. Í nýjum Ford Fiesta er Neyðarhringibúnaður sem hringir í 112, gefur upp staðsetningu (hnitin) og gefur þeim á hinum endanum möguleika á að hafa samskipti við ökumann sem getur etv. tjáð sig þó hann geti ekki hreyft sig.

Í nýjum Ford Fiesta er Easy Fuel eldsneytisáfyllingarkerfi án bensínloks sem varnar því að rangt eldsneyti sé sett á bílinn sem getur verið mjög kostnaðarsamt.

Í honum er einnig Veglínuskynjari sem skynjar með myndavél veglínurnar og á það bæði við um heilu línurnar í vegkanti og brotnu línurnar í miðjunni. Mikilvægur öryggisbúnaður sem minnkar líkurnar verulega á að viðkomandi aki útaf eða fari yfir á rangan vegarhelming.
Nýr Ford Fiesta kemur með Ford My Key, sérstakan lykill fyrir yngstu ökumennina – með honum er hægt að takmarka hámarkshraðann. Þá er Ford Fiesta með 6,5“ snertiskjá í mælaborði sem birtir allar upplýsingar, skýrar og skilmerkilegar.

Fjórar útfærslur i boði

Ford Fiesta er fáanlegur í fjórum útfærslum:

Ford Fiesta Trend – Verð frá 2.250.000 kr.

Ford Fiesta Trend Edition – Verð frá 2.390.000 kr.

Ford Fiesta Titanium – Verð frá 2.650.000 kr.

Ford Fiesta ST-Line – Verð frá 2.890.000 kr.
 

Taktu þátt í leiknum - Frí afnot af Ford Fiesta

Komdu í Brimborg í Reykjavík eða á Akureyri og upplifðu magnaða aksturseiginleika þessa frábæra bíls. Taktu þátt í leiknum okkar og þú gætir átt möguleika á að fá Ford Fiesta til afnota í viku eða vinna glæsilegan Ford varning.