Fara í efni

Nýr Ford 150

Fréttir

Frétt af mbl.is

Ford kynnti nýja út­gáfu af F-150 pall­bíln­um á ár­legu norður-am­er­ísku bíla­sýn­ing­unni, sem hófst í bíla­borg­inni Detroit um helg­ina. Var þar um að ræða fyrsta dísil­bíl­inn í F-150 serí­unni.

Ford F-serí­an hef­ur verið sölu­hæsti pall­bíll Banda­ríkj­anna 40 ár í röð og enn­frem­ur sölu­hæsta  ein­staka bíla­mód­elið í 35 ár.

F-150 lín­an hef­ur verið upp­færð að mestu og í fyrsta sinn bæt­ist dísil­bíll í hóp­inn. Er hann bú­inn 3ja lítra hverfil­blás­inni V6-Power Stroke vél. 

Þá hef­ur vél­ar­valið breyst og kaup­end­ur F-150 fá nú tvær al­veg nýj­ar bens­ín­vél­ar til að velja úr í pall­bíl­inn vin­sæla, báðar með forþjöppu. Ann­ars veg­ar 3,3 lítra V6-vél og hins veg­ar 2,7 lítra Eco­Boost vél. Loks hef­ur venju­leg 5,0 lítra V8 vél verið upp­færð að afli og togi sem hvort tveggja er meira en áður. Seg­ir Ford að nýja 3,3 lítra vél­in skili sama afli og 3,5 lítra vél­in sem er á út­leið en sé spar­neytn­ari.

Hægt er að fá í all­ar út­gáf­ur bíls­ins 10 hraða sjálf­skipt­ingu, sem mun vera eins­dæmi. Loks hef­ur ör­ygg­is­búnaður F-150 verið auk­inn og bætt­ur, meðal ann­ars er hann bú­inn árekstr­ar­vara og nema sem skynj­ar gang­andi veg­far­end­ur á ferð. 

Að þessu sinni hafa ein­stak­ar út­færsl­ur F-150 fengið and­lits­lyft­ingu og út­lits­breyt­ingu, mis­jafn­lega mikla.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2017/01/10/nyr_ford_f_150/