Fara í efni

Nýr Chevr­olet Cruze

Fréttir

Frétt af mbl.is

Chevr­olet hef­ur nú svipt hul­um af nýrri kyn­slóð Cruze-bíls­ins og er hann bæði renni­legri að sjá en for­ver­inn og fal­legri.

Bíll­inn kem­ur á markað snemma árið 2016 í fram­haldi af kynn­ingu sem nær til rúm­lega 40 landa.

Lín­urn­ar gefa vís­bend­ingu um kraft­meiri bíl. Fram­grillið er nýtt sömu­leiðis stuðarar fram­an og aft­an, aft­ur­ljós­in eru gjör­ólík því sem er á nú­ver­andi kyn­slóð og þakið lækk­ar lít­il­lega aft­ur eft­ir bíln­um. 

Nýja út­gáf­an verður 2,5 sentí­metr­um lægri og 6,8 sentí­metr­um lengri en sú fyrri. Þá er hjól­hafið 2,7 metr­ar sem mun vera það lengsta í þess­um stærðarflokki bíla. Fóta­rými er aukið fyr­ir farþega í aft­ur­sæt­um þökk sé auknu hjól­hafi.

Þrátt fyr­ir að hafa stækkað með tím­an­um er nýr Cruze 113 kíló­um létt­ari en for­ver­inn og yf­ir­bygg­ing­in er sögð 27% stífari.

Vél­in er al­veg splunku­ný en um er að ræða 1,4 lítra fjög­urra strokka vél með forþjöppu sem skil­ar 153 hest­öfl­um við 5.600 snún­inga og 240 Nm upp­taki á snún­ings­bil­inu 2.000 til 4.000 rpm. Staðal­bíll­inn er með sex hraða hand­virkri skipt­ingu en hægt er að fá bíl­inn einnig sjálf­skipt­an. Úr kyrr­stöðu í 100 km/​klst kemst hann á átta sek­únd­um. Í blönduðum akstri er bens­ínnotk­un­in 5,8 lítr­ar.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2015/06/26/nyr_chevrolet_cruze/