Frétt af mbl.is
Audi mun frumsýna vetnisbíl á bílasýningunni í bílaborginni Detroit í Michiganríki í Bandaríkjunum í næsta mánuði.
Sýningin stendur yfir dagana 16. til 24. janúar og er ein sú stærsta í Bandaríkjunum ár hvert.
Að sögn breska bílaritsins Autocar mun Audi stilla þar upp Q6 h-tron vetnisbílnum og er búist við að hann veki ekki minni athygli en e-tron Quattro hugmyndarafjeppinn á sýningunni í Frankfurt í haust.
Í aðalatriðum er um sama bílinn að ræða nema þeir verða knúnir ólíkum aflrásum, rafrás annars vegar og hins vegar vetnisvél, sem sögð er ný af nálinni en þó skyld vetnisvélinni í A7 Sportback h-tron Quattro.