Fara í efni

Nýr Audi vetn­is­bíll sýnd­ur senn

Fréttir

Frétt af mbl.is

Audi mun frum­sýna vetn­is­bíl á bíla­sýn­ing­unni í bíla­borg­inni Detroit í Michigan­ríki í Banda­ríkj­un­um í næsta mánuði.
Sýn­ing­in stend­ur yfir dag­ana 16. til 24. janú­ar og er ein sú stærsta í Banda­ríkj­un­um ár hvert. 

Að sögn breska bíla­rits­ins Autocar mun Audi stilla þar upp Q6 h-tron vetn­is­bíln­um og er bú­ist við að hann veki ekki minni at­hygli en e-tron Quattro hug­mynd­ara­fjepp­inn á sýn­ing­unni í Frankfurt í haust. 

Í aðal­atriðum er um sama bíl­inn að ræða nema þeir verða knún­ir ólík­um afl­rás­um, rafrás ann­ars veg­ar og hins veg­ar vetn­is­vél, sem sögð er ný af nál­inni en þó skyld vetn­is­vél­inni í A7 Sport­back h-tron Quattro.