Fara í efni

Nýjir bílar hjá Bílabúð Benna

Fréttir

Að sögn Bene­dikts Eyj­ólfs­son­ar, for­stjóra Bíla­búðar Benna, verður nýr Porsche Cayenne kynnt­ur í októ­ber.

„Það eru litl­ar sjá­an­leg­ar breyt­ing­ar á hon­um eins og alltaf hjá Porsche en meira um vert það sem er und­ir niðri. Hann er lík­ari Macan, með grimm­ara út­lit og aukast hest­öfl í 262 og togið fer úr 550 Newt­on­metr­um í 580. Eins lækk­ar upp­tak í hundraðið úr 7,6 sek­únd­um í 7,3 en eyðsla í blönduðum akstri verður sex lítr­ar. Þessi bíll verður 13.990.000 kr. og þá vel bú­inn,“ sagði Benni um nýj­an Cayenne.

Það er aldrei logn­molla hjá Benna þegar kem­ur að því að kynna nýja bíla. Eins og marg­ir hafa ef­laust tekið eft­ir er stutt í að Opel-merkið verði flutt til Bíla­búðar Benna, en merkið verður kynnt með pompi og prakt í októ­ber og verða þá sýnd­ir bíl­ar sem ekki hafa sést hér á landi áður. Nýr Porsche Cayenne verður lík­ur litla bróðir sín­um Macan og verður einnig öfl­ugri en áður, en verðið verður frá 13.990.000 kr.

Frek­ari kynn­ing á Opel-merk­inu bíður betri tíma en á næstu vik­um verður end­urkynnt merki sem Bíla­búð Benna seldi á árum áður, sem er Ssangyong. „Þar má fyrst nefna nýj­an Kor­ando, sem er al­vöru jeppi með læstu drifi,“ sagði Bene­dikt. „Minni jepp­ar sem eru sjálf­skipt­ir eru marg­ir orðnir fram­hjóla­drifn­ir en þessi er fjór­hjóla­drif­inn og hægt er að læsa milli­kassa. Ssangyong Rext­on var kynnt­ur í fyrra en hann kem­ur líka aft­ur. Rext­on er al­vöru jeppi á grind með háu og lágu drifi, sem er orðið sjald­gæft í bíl­um í dag,“ sagði Bene­dikt enn frem­ur segir í frétt á mbl.is