Fara í efni

Ný Octa­via og Kodiaq frum­sýnd

Fréttir

Skoda dag­ur­inn verður hald­inn hátíðleg­ur næst­kom­andi laug­ar­dag, 20. maí, milli klukk­an 12 og 16 í höfuðstöðvum Skoda við Lauga­veg 170 – 174. Auk nýrra bíla verður þar boðið  upp á grillaðar pyls­ur, svala­drykki og and­lits­máln­ingu.

Að auki verður Skoda deg­in­um fagnað á Bíla­sölu Sel­foss, Höldi Ak­ur­eyri og Heklu  Reykja­nes­bæ. Á öll­um stöðum verður margt um að vera og helst ber að nefna frum­sýn­ing­ar á nýrri og upp­færðri Skoda Octa­viu ásamt sportjepp­an­um Skoda Kodiaq.

Skoda Octa­via er einn mest seldi bíll á Ísland. „Nýi bíll­inn hef­ur fengið and­lits­lyft­ingu og er mikið upp­færður. Hönn­un­in er enn fágaðri og fram­sækn­ari en áður og ný LED dag- og aft­ur­ljós skína skært. Ný Octa­via er ein­stak­lega rúm­góð með allt að 610 lítra far­ang­urs­rými sem hægt er að stækka í 1.740 l. Hún kem­ur með ótal nýj­um tækni­mögu­leik­um eins og nýju upp­lýs­inga- og afþrey­ing­ar­kerfi með allt að 9,2 tommu skjá og þráðlausri snjallsíma­hleðslu. Meðal staðal­búnaðar í nýju út­gáf­unni er leður­klætt aðgerðastýri, LED aft­ur­ljós og bakk­mynda­vél. Úrval auka­búnaðar er í boði á borð við tengi­vagnsaðstoð, fjar­lægðatengd­an hraðastilli og blindsvæðagreini. Þrjár gerðir véla eru fá­an­leg­ar; 1,4 lítra met­an- og bens­ín­vél og 1,6 og 2,0 lítra dísil­vél­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu um sýn­ing­una.

Skoda Kodiaq er fyrsti jeppi fram­leiðand­ans í fullri stærð. Um er að ræða fjöl­nota jeppa sem þykir státa af kraft­mik­illi hönn­un og hann hef­ur einnig hlotið lof fyr­ir tengi­búnað og ný­sköp­un í tækni­lausn­um. Kodiaq er í boði fimm og sjö manna, hann er 4,75 metr­ar á lengd og seg­ir Hekla hann vera með stærsta far­ang­urs­rýmið í sín­um flokki. Í boði eru bæði 1.4 lítra bens­ín­vél­ar og 2.0 lítra dísil­vél­ar.

100 forp­ant­an­ir í Kodiaq

„Við erum mjög stolt að frum­sýna þessa flottu bíla. Octa­via er einn sölu­hæsti bíll­inn á Íslandi og eft­ir upp­færsl­una verður hann ef­laust enn vin­sælli. Kodiaq jepp­inn er nýj­asta út­spilið frá Skoda og gef­ur forsmekk­inn af því sem koma skal en Skoda hyggst auka úr­valið á sportjeppa­markaði til muna á næstu miss­er­um. Það er mik­il eft­ir­spurn eft­ir Kodiaq og um 100 manns hafa forp­antað hann svo það er gam­an að geta frum­sýnt hann. Að auki verðum við að sjálf­sögðu með Superb, Fabiu og Yeti til sýn­is,“ seg­ir Gest­ur Bene­dikts­son sölu­stjóri Skoda.