Fara í efni

Ný kynslóð Range Rover Evoque frumsýnd í London

Fréttir

Ný kynslóð Range Rover Evoque frumsýnd í London

Jaguar land Rover svipti sl. fimmtudag hulunni af nýrri kynslóð hins vinsæla Range Rover Evoque sem árið 2010, þegar bíllinn kom fyrst fram, umbylti skilgreiningu bílgreinarinnar á hönnum jepplinga í lúxusflokki. Von er á nýrri kynslóð Evoque til BL á komandi vormánuðum 2019.

Stærri en áður og hlaðinn tækninýjungum

Nýr Evoque er á nýjum undirvagni og búinn meiri tækni og munaði en áður enda er yfirbyggingin bæði lengri og hærri og bíllinn auk þess lengri milli hjóla til að skapa meira innra rými. Þá er Evoque einnig fyrsti bíll framleiðandans sem boðinn verður í mildri tengiltvinnútgáfu og síðar hreinni tengiltvinnútgáfu. Að hönnun nýs Evoque komu meðal annars hönnuðir og framleiðendur lúxusvara í fremstu röð, svo sem Ashley Williams, breska tískuhúsið Mulberry og Master & Dynamic í Bandaríkjunum. Nýr Evoque kemur á markað í byrjun næsta árs og fer til að byrja með á helstu lykilmarkaði Evrópu. Von er á 2. kynslóð Evoque til BL á komandi vormánuðum ársins 2019. Frekari grein verður gerð fyrir nýjum Evoque er nær líður markaðssetningu og sölu.

Myndband

Helstu nýjungar 2. kynslóðar Range Rover Evoque

https://www.youtube.com/watch?v=H7K_cIFhO5I