Fara í efni

Ný kynslóð af Kia Sportage frumsýnd

Fréttir

Ný kynslóð af Kia Sportage verður frumsýnd hjá Bílaumboðinu Öskju og söluaðilum Kia um allt land nk. laugardag 20 febrúar kl. 12-16. Þetta er fjórða kynslóð þessa vinsæla sportjeppa. Nýr Sportage er fagurlega hannaður og enn eitt dæmið um vel heppnaða hönnunarstefnu Kia á undanförnum árum.

Breytingarnar á sportjeppanum eru miklar á milli kynslóða bæði að innan og utan. Aðalljósin eru tignarleg, staðsett ofar en áður og þokuljósin eru stór og áberandi. Hliðarnar eru með sterkari línum og hjólskálaumgjörðirnar eru meira áberandi. Lengra er á milli fram- og afturhjólanna sem undirstrikar sportlegar línur bílsins. Innréttingin er mjög vönduð og vel hönnuð og ekkert til sparað í efnisvali.

Sportage verður í boði í ýmsum vélarútfærslum en mest áhersla er lögð á tveggja lítra dísilvélina sem skilar 136 hestöflum. Með þessari vél, sjálfskiptur og með fjórhjóladrifi hefur Sportage verið vinsælastur.  Staðalbúnaðar í þessum bíl er m.a. 17" álfelgur, 7" skjár með leiðsögukerfi og bakkmyndavél, nálægðaskynjarar að framan og aftan, AEB (Autonomous Emergency Braking) og sætaáklæði er bland af leðri og taui. Í Luxury útgáfunni með 136 hestafla dísilvélinni bætist svo við aukalega í stðaalbúnað leðurinnrétting, rafmagnsstillingar í bæði framsæti, lyklalaust aðgengi, 19 álfelgur, rafmagnshandbremsa og snúrulaus hleðsla á síma.

Sportage verður einnig í boði með  GT line pakkanum sem gerir hann enn veglegri. Í GT-line er Sportage með glerþaki, JBL hljómkerfi, 8" skjá, HID beygjuljós, sjálfvirka opnun á afturhlera auk GT line útlitspakkans sem gerir bílinn enn sportlegri.

Sportage verður einnig í boði framhjóladrifinn með beinskiptingu með 115 hestafla vél og einnig verður beinskipting í boði í 136 hestafla útfærslunni en þannig er hann fjórhjóladrifinn. Þá verður sportjeppinn auk þess í boði með 1,6 lítra bensínvél með túrbínu sem skilar 177 hestöflum.

Sportjeppinn er búinn hinu nýja og hátæknivædda Dynamax fjórhjóladrifiskerfi. Kerfið skiptist stöðugt á upplýsingum við stjórntölvur bílsins sem gerir því kleift að meta aðstæður fram í tímann. Þessi snjalli stjórnbúnaður gerir fjórhjóladrifinu kleift að aðlaga sig að nýjum akstursaðstæðum áður en þær breytast. Átaksdreifing til beggja ása bílsins verður þar af leiðandi ávallt eins og best verður kosið. Sportage er auk þess búinn öllum nýjustu aksturs- og öryggiskerfum frá suður-kóreska framleiðandanum. Má þar nefna AEB árekstrarvörnina sem er sjálfstæð neyðarhemlun sem grípur inn í ef ökumaður gleymir sér við aksturinn. Þá er hágæða styrktarstál alls 51% í yfirbyggingu bílsins sem er einstakt í þessum flokki. Þetta er mikilvægur öryggisþáttur og bætir árangur bílsins í árekstrarprófunum umtalsvert.

Nýr Kia Sportage var hannaður í hönnunarstúdíói Kia í Frankfurt og framleiddur í verskmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu, sem sýnir vel að bíllinn er miðaður við Evrópumarkað. Sportage er enda söluhæsti bíll Kia í Evrópu. Kia mun bjóða Sportage með 7 ára ábyrgð eins og alla sína bíla en þetta er lengsta ábyrgð sem í boði er hjá framleiðanda í heiminum í dag. Boðið verður upp á fría 7 punkta skoðun fyrir Kia eigendur á laugardag auk 20% afslátts af auka- og varahlutum.