Fimm ný fyrirtæki gengu til liðs við Bílgreinasambandið í síðasta mánuði en samtals hefur fjölgað um 20 fyrirtæki frá aðalfundi sambandsins 2013. Um ánægjulega þróun er að ræða þar sem fjöldi fyrirtækja vill vera í hópi fyrirmyndarfyrirtækja og taka þátt í uppbyggingu bílgreinarinnar hér á landi.
Þau fyrirtæki sem komu ný inn í BGS í síðasta mánuði eru, Rétt sprautun ehf Smiðjuvöllum 6. MB bílar Kletthálsi 1a, Nýja Bílahöllin Eirhöfða, Bílfang Malarhöfða og Litla bílasalan Eirhöfða. Eru þessi fyrirtæki boðin velkomin í Bílgreinasambandið.