Fara í efni

Nokkuð um að bíl­um sé snúið við á hafn­ar­bakk­an­um

Fréttir

Frétt af mbl.is

„Fyrst og fremst er það stór­auk­inn inn­flutn­ing­ur öku­tækja sem hef­ur það í för með sér að biðtími eft­ir for­skrán­ing­um hef­ur lengst. Þann 30. apríl var búið að for­skrá rúm­lega 12.000 öku­tæki frá ára­mót­um, miðað við rúm­lega 9.000 í fyrra. Árið 2016 var hins veg­ar metár í Íslands­sög­unni hvað varðar for­skrán­ing­ar nýrra öku­tækja hér á landi.“

Þannig mæl­ir Þórólf­ur Árna­son, for­stjóri Sam­göngu­stofu, er hann út­skýr­ir fyr­ir les­end­um bíla­blaðs Morg­un­blaðsins mikl­ar taf­ir sem verið hafa á inn­flutn­ingi bíla, en þær hafa valdið bæði bíl­kaup­end­um og bílaum­boðum tals­verðum ama. Vax­andi beinn inn­flutn­ing­ur ein­stak­linga á bíl­um hef­ur aukið á vand­ann og skýr­ir taf­irn­ar að hluta, að sögn Þórólfs.

„Einnig hef­ur af­greiðslu­tími ein­stakra for­skrán­inga lengst, vegna þess að mikið er um inn­flutn­ing annarra en bílaum­boðanna. Það er að ein­stak­ling­ar flytji inn öku­tæki sem ekki eru til dæm­is gerðarviður­kennd, áður skráð ann­ars staðar, jafn­vel með tjón. Mik­ill fjöldi drátt­ar­véla, vinnu­véla, vöru- og hóp­ferðarbif­reiða hef­ur einnig lengt af­greiðslu­tím­ann því slík öku­tæki eru öll mjög sér­stök og fara þarf yfir mörg ör­ygg­is- og meng­un­ar­varn­ar­atriði.

For­skrán­ing öku­tækja er ná­kvæmn­is­verk sér­fræðinga og því tek­ur þjálf­un nýrra starfs­manna mik­inn tíma, auk þess sem ekki eru fjár­veit­ing­ar til þess,“ seg­ir Þórólf­ur.

- Hvernig eyk­ur inn­flutn­ing­ur einkaaðila á vand­ann?

„Flækj­u­stigið er meira og einnig þarf miklu meiri upp­lýs­inga­gjöf til þess­ara aðila og leiðsögn við frá­gang um­sókn­ar, til­urð upp­runa­vott­orða, farmbréfa og fleiri skjala. Ein megin­á­stæða þessa er að ein­stak­ling­ar eru að flytja inn öku­tæki í fyrsta skipti og þekkja því eðli­lega ekki ferlið,“ seg­ir Þórólf­ur.

Inn­flutn­ing­ur á bíl­um hef­ur marg­fald­ast á nokkr­um árum, en fyrstu fjóra mánuðina 2013 var for­skrán­ing öku­tækja ein­ung­is þriðjung­ur þess sem er í ár. Þórólf­ur seg­ir þessa gríðarlegu aukn­ingu valda því að bið eft­ir skrán­ingu hef­ur lengst frá því sem áður var. Fjöldi lög­bund­inna frí­daga í kring­um páska reyndi enn frek­ar á biðlund­ina. Sam­göngu­stofa hafi mik­inn skiln­ing á þeirri rösk­un sem þetta hef­ur haft í för með sér fyr­ir inn­flytj­end­ur öku­tækja. Fram til þessa hafi verið brugðist við með auk­inni yf­ir­vinnu starfs­fólks í skrán­ing­um, auk þess sem aðstoð hef­ur verið feng­in frá öðrum deild­um til að sinna verk­efn­inu en það hef­ur ekki dugað til að mæta þess­ari miklu fjölg­un skrán­inga.

Í því skyni að bregðast enn frek­ar við ástand­inu hef­ur nú verið gerð sér­stök aðgerðaáætl­un sem miðar að því að mæta þess­ari fjölg­un skrán­inga og flýta þeim eins og kost­ur er. Ann­ars veg­ar miðar áætl­un­in að taf­ar­lausu viðbragði og hins veg­ar að lausn til lengri tíma. Meiri fjár­mun­um en gert hafði verið ráð fyr­ir verður ráðstafað til hug­búnaðarþró­un­ar, í því skyni að flýta ra­f­ræn­um lausn­um sem hafa verið í vinnslu um tíma. Þess­ar hug­búnaðarlausn­ir fela það í sér að bílaum­boð muni sjálf geta for­unnið for­skrán­ing­ar fyr­ir inn­flutt öku­tæki og þar með minnkað álag og stytt bið annarra inn­flytj­enda,“ seg­ir Þórólf­ur.

- Á bílainn­flutn­ing­ur ein­stak­linga eft­ir að aukast?

„Bílaum­boðin spá aukn­um vexti í sín­um töl­um og okk­ur þykir lík­legt að það sama eigi við um einkainn­flutn­ing­inn. Sam­göngu­stofa hef­ur enga sér­staka skoðun á því hvers vegna einkainn­flutn­ing­ur­inn eykst.“

- Hvers kon­ar bíla eru einkaaðilar ann­ars að flytja inn? Nýja bíla eða notaða? Fólks­bíla eða at­vinnu­bíla? Raf­bíla eða hefðbundna bíla?

„Öll flór­an kem­ur þarna við sögu,“ svar­ar Þórólf­ur Árna­son. Spurður hvort dæmi séu um að bíl­um sé snúið við á hafn­ar­bakk­an­um seg­ir hann:

„Já, nokkuð er um það. Bæði geta það verið öku­tæki sem ekki upp­fylla ör­ygg­is- eða meng­un­ar­kröf­ur og einnig öku­tæki sem inn­flytj­anda tekst ekki að afla nauðsyn­legra skjala fyr­ir.“

http://www.mbl.is/bill/frettir/2017/05/23/bilum_snuid_vid_a_hafnarbakkanum/