Fara í efni

Nokkr­ir ný­stár­leg­ir frá Toyota

Fréttir

Í haust­byrj­un kynn­ir Toyota á Íslandi nokkra nýja bíla til sög­unn­ar. Meðal þeirra er nýr og end­ur­bætt­ur Yar­is en ekki er um nýja kyn­slóð að ræða.

Engu að síður er mik­ill mun­ur á bíln­um frá því sem nú er og mun­ar þar mestu um nýja og mjög af­ger­andi hönn­un á fram­enda bíls­ins sem gef­ur hon­um mjög ákveðinn og skemmti­leg­an svip. Einnig eru breyt­ing­ar á aðalljós­um, hliðarspegl­um, aft­urstuðara og aft­ur­ljós­um. Í Yar­is er nú Toyota Touch 2 marg­miðlun­ar­kerfið með 7" skjá. Breyt­ing­ar hafa verið gerðar á inn­rétt­ingu auk þess sem aft­ur­fjöðrun er ný, svo nokk­ur dæmi séu nefnd um breyt­ing­arn­ar sem verða á Yar­is í haust.

Tveir al­veg nýir

Á þessu ári verður brotið blað í sögu Lex­us þegar kynnt­ur verður fyrsti sportjeppi fram­leiðand­ans í millistærð, Lex­us NX 300h. 

Að sögn Páls Þor­steins­son­ar hef­ur Lex­us ekki verið með sportjeppa í þess­um stærðarflokki áður. „Hef­ur djörf og af­ger­andi hönn­un bíls­ins vakið verðskuldaða at­hygli en Lex­us NX er hlaðinn þeim þæg­ind­um sem eru aðals­merki Lex­us. Skarp­ar og ákveðnar lín­ur gefa bíln­um svip sem eft­ir er tekið,“ sagði Páll. Lex­us NX er bú­inn 2,5 lítra bens­ín­vél auk hybrid-kerf­is og verður fá­an­leg­ur í fjór­um út­færsl­um; Com­fort, Bus­iness, F-Sport og Lux­ury.

Ný kyn­slóð Aygo verður kynnt í sept­em­ber, en þetta er bíll sem beðið hef­ur verið eft­ir með mik­illi eft­ir­vænt­ingu. „Aygo hef­ur vakið mikla at­hygli fyr­ir líf­lega og skemmti­lega hönn­un sem gef­ur eig­end­um kost á að breyta út­liti bíls­ins eft­ir sínu höfði. Til dæm­is má skipta út ýms­um hlut­um í yf­ir­bygg­ingu og inn­rétt­ingu eft­ir smekk hvers og eins,“ sagði Páll enn frem­ur. Aygo er vel bú­inn, með aðdrag­an­legu leður­klæddu velt­i­stýri með aðgerðar­hnöpp­um, raf­magni í rúðum að fram­an og sex loft­púðum. Í Aygo er einnig x-touch marg­miðlun­ar­kerfið með 7" skjá, bakk­mynda­vél, út­varpi, Blu­et­ooth, USB-tengi og fjór­um há­töl­ur­um. njall@mbl.is