Fara í efni

Nemar Borgarholtsskóla í heimsókn hjá Veltir

Fréttir

Starfmenn Veltis buðu 25 manna hópi nema í bifvélavirkjun og bifreiðasmíði frá Borgarholtsóla í heimsókn. Hópurinn fékk leiðsögn um húsið og kynningu á starfsemi þess. 

Hópurinn var mjög áhugasamur og höfðu á orði að þetta væri stórglæsileg aðstaða. Það var einnig gaman að heyra að mikill áhugi er á náminu í Borgarholtsskóla og því framtíðin björt.

Glæsilegt nýtt húsnæði Veltis er sérhannað fyrir þjónustu við Volvo atvinnubíla og atvinnutæki með það að markmiði að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini og þægilega aðkomu. Í húsakynnunum er glæsilegasta og best tækjum búna verkstæði landsins ásamt fullkomnu vöruhúsi og bestu mögulegu vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk. Staðsetningin að Hádegismóum 8 er frábær í útjaðri Reykjavíkur þar sem aðgengi frá stofnbrautum er mjög gott og nóg rými utandyra.

Veltir/Borgarholtsskóli1

Veltir/Borgarholtsskóli2

Veltir/Borgarholtsskóli3

Veltir/Borgarholtsskóli4