Bílgreinasambandið í samstarfi við Samtök Iðnaðarins fór í gerð kynningarmyndbanda fyrir nám og vinnu í bílgreinum. Í þessum myndskeiðum er sýnt inná vinnustaði hjá ný útskrifuðum bifvélavirkja, bílamálara og bílasmið og fræðst hjá þeim um námið og vinnuna. Myndböndin eru stutt en lýsa vel hverju fagi fyrir sig. Hér undir má sjá myndböndin.