Námið er samstarfsverkefni Bílgreinasambands Íslands og Opna háskólans í HR.
Námslínan byggist á víðtækri þekkingu sérfræðinga HR í stjórnendaþjálfun og til hliðsjónar er
höfð þarfagreining stjórnenda úr greininni, starfsfólks Bílgreinasambandsins og kennara innan
HR. Kennsla hefst í september 2014 og stendur til janúar 2015. Að öllu jöfnu fer kennsla fram
tvo daga í mánuði.
Námið skiptist upp í eftirfarandi lotur:
12. september - Persónuleg þróun stjórnenda, tímastjórnun og markmiðasetning
22. september - Markaðsmál og almannatengsl
14. október - Þjónustu- og gæðastjórnun
21. október - Samningatækni
14. nóvember - Samfélagsleg ábyrgð
15. janúar - Fjármál og áætlanagerð
16. janúar - Mannauðsstjórnun og leiðtogafræði
Nánari upplýsingar um efnisatriði hverrar lotu má finna á vef
Opna háskólans í HR, www.ru.is/opnihaskolinn/bilgreinar
Um er að ræða stórsniðugt nám fyrir alla stjórnendur og millistjórnendur í bílgreininni. Kennslan er byggð öll útfrá raunhæfum atriðum sem verið er að kljást við dags daglega og nemendur fá að sjá nýja vinkla á þeim verkefnum sem verið er að vinna að í greininni. Haldin hafa verið samskonar námseið fyrir aðila í ferðaþjónustunni, sjávarútvegnum ofl. og er það samdóma álit allra sem setið hafa þau námskeið að tímanum hafi verið vel varið og námskeiðin opnað augun fyrir mörgu nýju sem hafi gagnast vel í starfi.
Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur sem allra fyrst þar sem um takmarkaðan fjölda er að ræða og áhuginn er mikill. Skráning fer fram á eftirfarandi slóð:
www.ru.is/opnihaskolinn/bilgreinar