Fara í efni

Mikið breytt­ur í út­liti og tækja­kosti

Fréttir

Fyr­ir tutt­ugu og einu ári kom KIA Sporta­ge á markað. Fyrsta kyn­slóð seld­ist vel á ár­un­um 1993-2004 og önn­ur kyn­slóð gerði það sömu­leiðis á ár­un­um 2004-2010.

Íslend­ing­ar hafa vel kunnað að meta þenn­an næst­stærsta bíl suðurkór­eska fram­leiðand­ans KIA og var þriðju kyn­slóð hans fagnað vel þegar hún kom árið 2010. Bíll­inn er nú kom­inn með góða and­lits­lyft­ingu sem kynnt var hjá Öskju þarsíðustu helgi.

Bíll­inn sem prófaður var er með 2,0 l dísil­vél, sjálf­skipt­ur, fjór­hjóla­drif­inn og í ein­stak­lega skemmti­legri World Cup-út­gáfu sem er hlaðin auka­búnaði og kost­ar 200.000 krón­um meira en hefðbundni sjálf­skipti bíll­inn, eða 6.590.777 kr. Ódýr­ast­ur fæst Sporta­ge á 4.890.777 kr. og er þá bein­skipt­ur, fram­hjóla­drif­inn og með 1,7 l vél.

Útlits­breyt­ing­in

Fyrst ber að nefna að bíll­inn er mun hljóðlát­ari en áður enda búið að betr­um­bæta hljóðein­angr­un­ina til muna. Það er vel og í WCE-út­færsl­unni sem var prófuð er fantafínt hljóðkerfi frá In­finity sem kem­ur vel út í þess­um hljóðláta bíl. Á stund­um var þetta eins og að sitja í tón­leika­sal.

Fram­endi bíls­ins er tölu­vert breytt­ur og má þar nefna LED-dag­ljós­in og krómið og að aft­an eru LED-ljós­in áber­andi vel heppnuð.

Að inn­an eru það mæl­arn­ir sem eru orðnir eins og í stóra bróður, Sor­ento. All­ar helstu upp­lýs­ing­ar er að finna á skjá milli hraðamæl­is og snún­ings­mæl­is og ekki þarf leng­ur að stökkva á milli val­mynda til þess að sjá úti­hita­stigið held­ur er þetta allt mjög aðgengi­legt og til fyr­ir­mynd­ar.

Inn­rétt­ing­in er vel hönnuð og ekk­ert um það að alls kyns stefn­ur og straum­ar í hönn­un mæt­ist í fram­hlut­an­um, held­ur fær maður á til­finn­ing­una að annaðhvort hafi hönnuðir verið sam­mála um verkið eða að ein­hver einn góður hafi fengið að njóta sín.

Ríku­leg­ur staðal­búnaður

Askja tek­ur Sporta­ge inn býsna vel bú­inn og á meðal þess sem nú er staðal­búnaður í bíln­um er sæt­is­hit­ari, sem að mati und­ir­ritaðrar er dá­sam­leg­ur auka­búnaður sem víðar mætti vera að finna. Annað sem vert er að nefna hvað staðal­búnað varðar eru bakk­skynj­ar­ar, hiti í aft­ur­sæt­um (og auðvitað fram­sæt­um) og reyklitað gler. Annað þarf ekki að nefna því það er allt til staðar.

Bíll­inn er nokkuð um­hverf­i­s­vænn af jeppa að vera og er CO-gildið frá 139 til 179 g á kíló­metra.

Gerð var nokkuð ná­kvæm mæl­ing á eyðslu á lang­keyrslu og voru loka­töl­urn­ar 6,1 l á hverja hundrað kíló­metra. Það verður að telj­ast mjög gott! Í inn­an­bæjarakstri var hún um sjö lítr­ar.

Í heild má því segja að and­lits­lyft­ing þessa vin­sæla sportjeppa frá KIA komi vel út og neyt­end­ur fái vel út­bú­inn bíl í grunn­inn, hvort held­ur sem þeir taka þann ódýr­asta á 4.890.777 kr. eða þann flott­asta, World Cup Ed­iti­on, á 6.590.777 kr. eða eitt­hvað þar á milli.

Íslend­ing­ar hafa vel kunnað að meta þenn­an næst­stærsta bíl suðurkór­eska fram­leiðand­ans KIA og var þriðju kyn­slóð hans fagnað vel þegar hún kom árið 2010. Bíll­inn er nú kom­inn með góða and­lits­lyft­ingu sem kynnt var hjá Öskju þarsíðustu helgi.

Bíll­inn sem prófaður var er með 2,0 l dísil­vél, sjálf­skipt­ur, fjór­hjóla­drif­inn og í ein­stak­lega skemmti­legri World Cup-út­gáfu sem er hlaðin auka­búnaði og kost­ar 200.000 krón­um meira en hefðbundni sjálf­skipti bíll­inn, eða 6.590.777 kr. Ódýr­ast­ur fæst Sporta­ge á 4.890.777 kr. og er þá bein­skipt­ur, fram­hjóla­drif­inn og með 1,7 l vél.

Útlits­breyt­ing­in

Fyrst ber að nefna að bíll­inn er mun hljóðlát­ari en áður enda búið að betr­um­bæta hljóðein­angr­un­ina til muna. Það er vel og í WCE-út­færsl­unni sem var prófuð er fantafínt hljóðkerfi frá In­finity sem kem­ur vel út í þess­um hljóðláta bíl. Á stund­um var þetta eins og að sitja í tón­leika­sal.

Fram­endi bíls­ins er tölu­vert breytt­ur og má þar nefna LED-dag­ljós­in og krómið og að aft­an eru LED-ljós­in áber­andi vel heppnuð.

Að inn­an eru það mæl­arn­ir sem eru orðnir eins og í stóra bróður, Sor­ento. All­ar helstu upp­lýs­ing­ar er að finna á skjá milli hraðamæl­is og snún­ings­mæl­is og ekki þarf leng­ur að stökkva á milli val­mynda til þess að sjá úti­hita­stigið held­ur er þetta allt mjög aðgengi­legt og til fyr­ir­mynd­ar.

Inn­rétt­ing­in er vel hönnuð og ekk­ert um það að alls kyns stefn­ur og straum­ar í hönn­un mæt­ist í fram­hlut­an­um, held­ur fær maður á til­finn­ing­una að annaðhvort hafi hönnuðir verið sam­mála um verkið eða að ein­hver einn góður hafi fengið að njóta sín.

Ríku­leg­ur staðal­búnaður

Askja tek­ur Sporta­ge inn býsna vel bú­inn og á meðal þess sem nú er staðal­búnaður í bíln­um er sæt­is­hit­ari, sem að mati und­ir­ritaðrar er dá­sam­leg­ur auka­búnaður sem víðar mætti vera að finna. Annað sem vert er að nefna hvað staðal­búnað varðar eru bakk­skynj­ar­ar, hiti í aft­ur­sæt­um (og auðvitað fram­sæt­um) og reyklitað gler. Annað þarf ekki að nefna því það er allt til staðar.

Bíll­inn er nokkuð um­hverf­i­s­vænn af jeppa að vera og er CO-gildið frá 139 til 179 g á kíló­metra.

Gerð var nokkuð ná­kvæm mæl­ing á eyðslu á lang­keyrslu og voru loka­töl­urn­ar 6,1 l á hverja hundrað kíló­metra. Það verður að telj­ast mjög gott! Í inn­an­bæjarakstri var hún um sjö lítr­ar.

Í heild má því segja að and­lits­lyft­ing þessa vin­sæla sportjeppa frá KIA komi vel út og neyt­end­ur fái vel út­bú­inn bíl í grunn­inn, hvort held­ur sem þeir taka þann ódýr­asta á 4.890.777 kr. eða þann flott­asta, World Cup Ed­iti­on, á 6.590.777 kr. eða eitt­hvað þar á milli segir í frétt á mbl.is