Fara í efni

Met­sala Jagu­ar Land Rover í apríl

Fréttir

Frétt af mbl.is

Jagu­ar Land Rover (JLR), helsti fram­leiðandi lúx­us­bíla í Bretlandi, setti sölu­met í apr­íl­mánuði, fjórða mánuðinn í röð. Alls seldi fyr­ir­tækið 41.341 bíl, 11 pró­sent­um meira en í apríl 2015.

Sé litið til fyrstu fjög­urra mánuða árs­ins seldi JLR 200.154 bíla, 24 pró­sent­um meira en á sama tíma­bili 2015. Sal­an eykst á öll­um helstu mörkuðum JLR. Þannig nam aukn­ing­in 25% í Bretlandi í apríl, 11% í Kína, 10% á meg­in­landi Evr­ópu og 2% í Norður-Am­er­íku.

Andy Goss, fram­kvæmda­stjóri sölu­sviðs Jagu­ar Land Rover, seg­ir að viðbrögð markaðar­ins við nýja sportjepp­an­um Jagu­ar F-PACE séu mjög ánægju­leg en apríl var fyrsti heili mánuður­inn sem bíll­inn var í sölu. Einnig hafi Jagu­ar XE og Land Rover Disco­very Sport hlotið góðar mót­tök­ur ásamt, en alls seld­ust rúm­lega 44 þúsund bíl­ar af síðar­nefndu teg­und­inni fyrstu fjóra mánuði árs­ins.

Á síðasta ári fram­leiddi Jagu­ar Land Rover meira en 500 þúsund bíla í verk­smiðjum sín­um í Soli­hull, Bir­ming­ham og Li­verpool, eða 5% meira en 2014. JLR er stærsti bíla­fram­leiðandi Bret­lands. Í janú­ar út­nefndi Bloom­berg fyr­ir­tækið besta vinnu­veit­anda Bret­lands 2016 en fjöldi starfs­manna hef­ur þre­fald­ast und­an­far­in fimm ár á sama tíma og fram­leiðslan hef­ur tvö­fald­ast.

Jagu­ar Land Rover hef­ur fjár­fest í innviðum sín­um fyr­ir meira en 12 millj­arða sterl­ings­punda und­an­far­in fimm ár sem skapað hafa fjölda nýrra starfa. Rúm­lega 80% tekna JLR verða til utan Bret­lands.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2016/05/11/metsala_jaguar_land_rover_i_april/