Mercedes-Benz S-Class hefur verið valinn kvennabíll ársins. Dómnefndin, sem í voru kvenblaðamenn frá 15 löndum, völdu hann einnig sem lúxusbíl ársins.
Það fylgir fregnum, að kosningin í flestum flokkanna sex hafi verið tiltölulega jöfn. Þannig hlotnaðist Range rover Sport naumlega titilinn jeppi ársinsen í öðru sæti varð Porsche Macan.
Þá vann Audi A3 Saloon titilinn fjölskyldubíll ársins og Audi S3 titilinn sportbíll ársins eftir harða keppni við Volkswagen Golf SV og BMW M4. Og innan við tíunda úr stigi munaði að Audi A8 hreppti lúxusbílatitilinn í stað Mercedes-Benz S-Class.
Aftur á móti unnust titlar í tveimur flokkanna með yfirburðum. Þar var um að ræða Honda Jazz sem vann flokk ódýrra bíla og Tesla Model S sem varð efst í flokki vistvænna bíla.