Fara í efni

Mercedes S-Class konu­bíll árs­ins

Fréttir

Mercedes-Benz S-Class hef­ur verið val­inn kvenna­bíll árs­ins. Dóm­nefnd­in, sem í voru kven­blaðamenn frá 15 lönd­um, völdu hann einnig sem lúx­us­bíl árs­ins.

Það fylg­ir fregn­um, að kosn­ing­in í flest­um flokk­anna sex hafi verið til­tölu­lega jöfn. Þannig hlotnaðist Range rover Sport naum­lega titil­inn jeppi árs­in­sen í öðru sæti varð Porsche Macan.

Þá vann Audi A3 Saloon titil­inn fjöl­skyldu­bíll árs­ins og Audi S3 titil­inn sport­bíll árs­ins eft­ir harða keppni við Volkswagen Golf SV og BMW M4. Og inn­an við tí­unda úr stigi munaði að Audi A8 hreppti lúx­us­bíla­titil­inn í stað Mercedes-Benz S-Class.

Aft­ur á móti unn­ust titl­ar í tveim­ur flokk­anna með yf­ir­burðum. Þar var um að ræða Honda Jazz sem vann flokk ódýrra bíla og Tesla Model S sem varð efst í flokki vist­vænna bíla.