Fara í efni

Mercedes-Benz sölu­hæsta lúx­us­bíla­merkið á ár­inu

Fréttir

Mercedes-Benz er sölu­hæsta lúx­us­bíla­merkið á Íslandi á fyrstu tveim­ur mánuðum árs­ins. Alls voru ný­skráðir 69 Mercedes-Benz bíl­ar í janú­ar og fe­brú­ar sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­göngu­stofu. Mercedes-Benz er með 31,4% markaðshlut­deild hér á landi í flokki lúx­us­bíla, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá bílaum­boðinu Öskju.

„Mercedes-Benz hef­ur verið sölu­hæst af lúx­us­bíla­merkj­un­um hér á landi und­an­far­in ár og við erum ánægð með að halda topp­sæt­inu á nýju ári. Það hef­ur verið að koma mikið af nýj­um og flott­um bíl­um frá Mercedes-Benz und­an­farna mánuði. Mest seldu bíl­arn­ir það sem af er ári eru GLE og GLC sportjepp­arn­ir. Fjöldi AMG bíla í sölu hef­ur auk­ist tals­vert sem er mjög ánægju­legt en við hjá Öskju höf­um lagt áherslu á að fá meira af AMG bíl­um til lands­ins. Við ætl­um að halda sér­staka AMG sýn­ingu hér í Öskju í lok mars sem mun án efa vekja mik­inn áhuga. Bíl­ar með 4MATIC fjór­hjóla­drifið hafa einnig verið mjög vin­sæl­ir sem kem­ur ekki á óvart enda hent­ar það mjög vel fyr­ir ís­lensk­ar aðstæður. 4MATIC er vin­sæl­ast í sportjepp­un­um en það eru sí­fellt fleiri sem taka það í fólks­bíl­anna líka," seg­ir Ásgrím­ur Helgi Ein­ars­son, sölu­stjóri Mercedes-Benz fólks­bíla hjá Öskju.

„Það eru spenn­andi bíl­ar á leiðinni á næstu mánuðum eins og nýr GLA og E-Class All Terrain. Úrvalið held­ur því áfram að aukast hjá okk­ur. Það er einnig að koma mikið af Plug-in Hybrid út­færsl­um af Mercedes-Benz bíl­un­um. Við erum einnig með B-Class raf­magns­bíl­inn sem hef­ur vakið mikla at­hygli enda fyrsti hreini raf­bíll­inn sem við bjóðum upp á. Mercedes-Benz bíl­arn­ir eru sér­lega vel út­bún­ir og fá alltaf mjög góða dóma fyr­ir út­búnað, þæg­indi og akst­ur­seig­in­leika," seg­ir Ásgrím­ur enn­frem­ur í til­kynn­ing­unni