Fara í efni

Mann­laus bíll sló kapp­akst­urs­bíl við

Fréttir

www.mbl.is segir frá:

"Til eru þeir sem telja að í framtíðinni - jafn­vel ekki svo fjar­lægri - verði lít­il ef ekki eng­in þörf fyr­ir öku­menn; bíl­ar verði sjálf­a­k­andi og skili ró­bót­ar hans betra verki en hin mann­lega hönd.

Og miðað við nýj­ustu fregn­ir gæti svo farið að önn­ur stétt manna verði at­vinnu­laus í framtíðinni. Ekki bara leigu­bíl­stjór­ar held­ur og kapp­akst­urs­menn! Það gefa til­raun­ir vís­inda­manna við Stan­ford há­skól­ann í Kali­forn­íu til kynna.

Við sjálfsakst­urstilraun­ir á sókndjörf­um Audi TTS á kapp­akst­urs­braut­inni Thund­er­hill Raceway Park í norður­hluta Kali­forn­íu­rík­is á dög­un­um var vél­mennið það skil­virkt, að tölvu­for­rit­in skiluðu bíln­um hraðar á hringn­um en kapp­akst­ursmaður gerði. Var Audi-inn 0,4 sek­únd­um fljót­ari með hring­inn en braut­ar­eig­and­inn Dav­id Vodd­en sem er kapp­akst­ursmaður í tóm­stund­um og banda­rísk­ur meist­ari í GT-keppni.

Til­gang­ur reynsluakst­urs­ins var þó ekki í sjálfu sér að slá met held­ur vildu vís­inda­menn­irn­ir kanna akst­urslag kapp­akst­urs­manna til að skilja bet­ur und­ir­stöður ör­uggs akst­urs."

http://www.mbl.is/bill/frettir/2015/02/20/mannlaus_bill_slo_kappakstursbil_vid/