Fara í efni

Loks­ins mynd­ir af inn­an­rými C-HR

Fréttir

Frétt af mbl.is

Síðan fyrstu mynd­ir tóku að kvisast út af nýj­um millistærðarbíl Toyota, sem kall­ast C-HR, hef­ur tölu­verð eft­ir­vænt­ing ríkt eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um.

Bíll­inn, sem var fyrst frum­sýnd­ur sem hug­mynda­bíll í Par­ís árið 2014, er eig­in­lega í nýj­um stærðarflokki, ein­hvers staðar á bil­inu milli jeppa og fólks­bíls og nafnið vís­ar til þess að þessi bræðing­ur rær á ný mið. Staf­irn­ir í nafn­inu eru nefni­lega stytt­ing fyr­ir fullt nafn, sem er Coupé-High Ri­der.

Kunn­ug­leg­ur bíll og fram­andi að sjá í senn

Þegar C-HR er skoðaður sést glögg­lega skyld­leiki við nýj­ustu kyn­slóð flestra fólks­bíla frá Toyota, alltént hvað fram­end­ann varðar. Yf­ir­bygg­ing­in er aft­ur á móti ger­ólík flestu sem áður hef­ur sést, hvort held­ur er frá Toyota eða öðrum fram­leiðend­um. Það seg­ir sína sögu að fram­leiðand­inn staðset­ur bíl­inn á milli Toyota Aur­is TS og RAV4. Með þessu er stefnt að því ökumaður fái háa akst­urs­stöðu án þess að aka stór­um jeppa, um leið og bíll­inn er lip­ur í akstri inn­an borg­ar­mark­anna.

Helstu mál bíls­ins eru þau að hann er 4.360 mm á lengd, 1.795 mm á breidd og 1.555 mm á hæðina. Hjól­hafið er 2.640 mm.

For­sala bíls­ins hefst víða í Evr­ópu strax í sept­em­ber og af­hend­ing­ar fyrstu bíla verður rétt fyr­ir ára­mót.

C-HR verður svo frum­sýnd­ur með viðeig­andi pomp og prakt á alþjóðlegu bíla­sýn­ing­unni í Par­ís í byrj­un októ­ber næst­kom­andi, tveim­ur árum eft­ir frum­sýn­ingu bíls­ins á sama stað, eins og fram­ar greindi.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2016/08/25/loksins_myndir_af_innanrymi_c_hr/