Fara í efni

Lex­us RX í full­mótaðri mynd

Fréttir

Frétt af mbl.is

Mörg­um þótti full­djarft – ef ekki fífl­djarft – þegar hönn­un­art­eymi Lex­us ákvað að sækja í sam­starf og inn­blást­ur til tón­list­ar­manns­ins Will.I.Am við hönn­un á minni sportjepp­an­um frá Lex­us, NX 300h.

Eins og við var að bú­ast varð afrakst­ur­inn á marg­an hátt af­ger­andi vend­ing frá fyrri jeppa­mód­el­um Lex­us, sem flest höfðu til að bera hóf­leg­ar, lág­stemmd­ar og nán­ast hlut­laus­ar lín­ur allt frá því fyrsti RX-bíll­inn leit dags­ljós seint á síðustu öld. Í út­liti eld­ast Lex­us-jepp­arn­ir ágæt­lega, einkum 2. kyn­slóðin, en mörg­um þótti þó þriðja og næst­nýj­asta kyn­slóðin helst til straum­línu­löguð. Ljóst er að Lex­us var mik­ill happa­feng­ur að ráðgjöf Will.I.Am, hversu mikið sem ákvörðunar- og áhrifa­vald hans var í raun, og mikið happ að sama skapi að fyr­ir­tækið hafi sótt í lín­ur NX-jepp­ans við upp­færslu á stóra bróður fyr­ir 4. kyn­slóðina. Skemmst er frá því að segja að hún er sú fal­leg­asta og best heppnaða hingað til. Mun­ar þar ekki minnst um að lín­urn­ar hafa orðið skarp­ari og svip­ur­inn sterk­ari. RX ligg­ur ekki leng­ur í lág­inni held­ur hrein­lega sog­ar að sér at­hygl­ina.

Það hef­ur aldrei verið í kot vísað þegar sest er inn í Lex­us og á því er eng­in breyt­ing hér, nema ef vera skyldi að enn bet­ur hef­ur tek­ist til en áður. Það er nán­ast hvergi plast að sjá í innréttingunni en þess í stað nóg af ilm­andi leðri, ísaumað með öðrum lit. Viðmótið er kunn­ug­legt frá öðrum Lex­us-gerðum og fljót­gert að gera sig heima­kom­inn. Meðal einkar vel heppnaðra nýj­unga má nefna upp­lýs­ing­ar sem varpað er neðst á framrúðuna fyr­ir öku­mann svo hann þurfi sem allra minnst að taka aug­un af veg­in­um í akstri. Þar gef­ur að líta upp­lýs­ing­ar um hraða, vinnslu vél­ar (hleðsla/​hag­kvæmni/​keyrsla) og loks hraða bíls­ins. Und­ir­ritaður kunni vel að meta þessa fram­setn­ingu og með all­ar helstu aðgerðir í stýri varð akst­ur­inn nán­ast ótrufluð ánægja. Leiðsögu­kerfið er einkar skýrt og hvergi fór á milli mála hvenær átti að beygja eða hvaða leið ætti að velja; hin engilþýða kven­rödd í maskín­unni tíma­setti öll sín til­mæli full­kom­lega og er það meira en marg­ir bíl­ar geta státað af. Það get­ur nefni­lega býsna tíma­frekt spaug þegar píl­an á skján­um sem tákn­ar bíl­inn er sein að taka við sér og skil­grein­ing kerf­is­ins á „næstu beygju“ er á reiki. Þá get­ur maður skyndi­lega verið kom­inn út á hraðbraut í ranga átt og eng­inn kost­ur að snúa við næstu 15 kíló­metr­ana.

Afl­mik­il og spræk vél

Með rúm­lega 300 hestafla vél kem­ur sá mögu­leiki að slá vel í klár­inn, það má nokk­urn veg­inn bóka það. Þó Lex­us RX 450h sé rösk­lega tvö tonn að þyngd þá er hann þræl­vilj­ug­ur af stað sé þess óskað og ber hraðakst­ur prýðis­vel. Frá vél­inni heyr­ist traust­vekj­andi urr en það er þó í lág­stemmd­ara lagi enda sumpart úr karakt­er fyr­ir Lex­us að hljóða eins og óarga­dýr; fág­un hef­ur alltaf verið aðal þess­ar­ar bíl­teg­und­ar og þó hinn nýi RX bæt­ist í hóp mód­ela frá Lex­us sem skarta meira ögr­andi út­liti en áður hef­ur þekkst þá er lyk­il­orðið yfir akst­ur­seig­in­leik­ana eft­ir sem áður „fág­un“ og það á við um fjöðrun­ina, stýr­ing­una og upp­lif­un­ina í heild. Það er helst að leik­ar æsist þegar Mark Levin­son-hljóðkerfið er keyrt upp að ekk­ert vant­ar á hama­gang­inn. Því­lík­ar græj­ur! Sjálf­skipt­ing­in er af stig­lausu CVT-sort­inni, nokkuð sem und­ir­ritaður er alla jafna ekk­ert yfir sig hrif­inn af, en hún er þó gletti­lega vel heppnuð í RX 450h og ekki fór mikið fyr­ir hvæs­andi yf­ir­snún­ingi þegar lagt var í bratt­ar brekk­ur í Lissa­bon og ná­grenni þar sem bíll­inn var prófaður fyrr í mánuðinum.

Spar­neyt­inn lúx­us hjá Lex­us

RX 450h er allt í allt prýðis­vel heppnaður blend­ings­bíll (hvenær finnst eig­in­lega betra orð fyr­ir hybrid-bíla?!) og eyðslan, rétt um 5 lítr­ar á hundraðið, er mjög ásætt­an­leg fyr­ir tveggja tonna bíl. Frá fyrri gerðum RX-jepp­ans, sem er lang­sölu­hæsta mód­el Lex­us frá upp­hafi, er þó mest un vert hversu framúrsk­ar­andi vel hef­ur tek­ist til með upp­færsl­una sem orðið hef­ur á út­liti bíls­ins. Hann er hreint út sagt hrika­lega flott­ur og fátt út á hann að setja.

http://www.mbl.is/bill/domar/2016/02/04/lexus_rx_i_fullmotadri_mynd/