Fara í efni

Land Rover Discovery Sport reynsluekið

Fréttir

Frétt af www.mbl.is

Land Rover Disco­very Sport verður kynnt­ur á næst­unni og því er ekki úr vegi að fara vand­lega yfir hvernig var að aka þess­um nýliða í hinni áhuga­verðu Land Rover fjöl­skyldu. Hann tek­ur við af Freeland­er og er bæði fá­an­leg­ur í fimm og sjö sæta út­færslu.

Í út­liti svip­ar hon­um nokkuð til hins spengi­lega Range Rover Evoque og er sann­ar­lega ekki leiðum að líkj­ast. Það er kannski ekki við hæfi að bás­úna of mikið um út­lit bíls­ins því sitt sýn­ist hverj­um og best að leyfa les­end­um að skoða meðfylgj­andi mynd­ir til að mynda sér skoðun á út­lit­inu.

„Not­endaviðmót“ bíls­ins

Að setj­ast upp í þenn­an bíl var nokkuð viðkunn­an­legt og ljóst má þykja að Bret­arn­ir hafa lagt mikið í að skapa um­hverfi sem er ein­stak­lega „not­enda­vænt“ ef svo má að orði kom­ast. Nú kann að hljóma eins og verið sé að lýsa nýju stýri­kerfi frá tölvu­fram­leiðanda en svo er ekki. Hins veg­ar er það staðreynd að ný öku­tæki verða sí­fellt tækni­legri og til­finn­ing­in oft­ar en ekki að maður sé sest­ur inn í risa­stóra gestaþraut. Það er ekk­ert hrossa­legt í Disco­very Sport. Allt um­hverfið inni í bíln­um er ótrú­lega snjallt og rétt eins og að á móti manni taki vel upp­lýst­ur bresk­ur aðalsmaður. InControl™ tækn­in sem bíll­inn er bú­inn er af­burðasnjöll og ger­ir öku­manni mögu­legt að stjórna ótrú­leg­ustu hlut­um með snjallsíma­for­rit­um sem tengja má InControl™. For­rit sím­ans birt­ast á 8" skjá í miðri inn­rétt­ing­unni og er það af­skap­lega flott að sjá. Því næst má stjórna for­rit­un­um og sím­tæk­inu af þess­um snerti­skjá. Ef til vill finnst okk­ur þetta eins hvers­dags­legt og hvað annað inn­an fárra ára en núna, árið 2015, er þessi tækni býsna ný­stár­legt en eft­ir sem áður og fram­ar öllu not­enda­vænt. Margt annað í InControl™ mætti líka nefna en lát­um staðar numið á eft­ir því sem kall­ast InControl™Secure en það er búnaður sem rek­ur hvar bíll­inn er ef svo óheppi­lega vildi til að hon­um yrði stolið. Dá­lítið eins og eig­end­ur iP­ho­ne þekkja sem „Find my iP­ho­ne“. Snjallt er það!

Er eitt­hvert fútt í akstr­in­um?

Já, það er nú í margra huga kjarni máls­ins í bíla­gagn­rýni: Hvernig var þetta? Það er ekki nóg að auðvelt sé að kom­ast inn í hann og úr, koma fimm krökk­um fyr­ir og golf­sett­un­um, held­ur þarf líka að vera ánægju­legt að aka bíln­um. Í það minnsta má það ekki vera öku­manni kval­ræði. Helst á það að vera gam­an og þegar best læt­ur, frá­bært! Við reynsluakst­ur á Disco­very Sport voru aðstæður til akst­urs á jeppa al­veg frá­bær­ar því bæði var snjór og farið var um vegi þar sem reyndi virki­lega á getu bíls­ins og vissu­lega öku­manns um leið. Það var sann­ar­lega ánægju­legt.

Discovery Sport kemur í stað Freelanders en er töluvert meiri jeppi.

Disco­very Sport kem­ur í stað Freeland­ers en er tölu­vert meiri jeppi. mbl.is/​Malín Brand

Disco­very Sport læt­ur kannski lítið yfir sér en hann er ótrú­lega „seig­ur“ og er til­finn­ing­in eins og um mun stærra öku­tæki sé að ræða. Þarna er það þó ekki stærðin sem máli skipt­ir held­ur búnaður­inn og hönn­un­in.

Skynj­ar­ar, Wade Sens­ing™, í hliðarspegl­um segja til um dýpt vatns þegar ekið er yfir ár. Fjöðrun­ar­búnaður bíls­ins er nýr frá grunni. Afturöxull­inn er í raun hluti af fjöðrun­ar­kerf­inu þar sem stíf­ur, stang­ir og gorm­ar eru tengd­ar beint við hann. Fram­leiðand­inn kall­ar þetta „multi-link axle“ og vog­ar blaðamaður sér að snara því yfir á ís­lensku sem fjölliða öxul eða fjöl­festu­öx­ul. Að því gefnu að bíl­stjór­inn sé þokka­leg­ur þá líður bíll­inn nokkuð mjúk­lega yfir hvers kyns und­ir­lag.

Vél­in skil­ar góðu afli og býsna góðu togi og níu þrepa sjálf­skipt­ing­in vinn­ur vel og hnökra­laust.

Tækninýj­ung­ar og ör­yggi

Disco­very Sport er bú­inn ótal tækninýj­ung­um og má þar til dæm­is nefna AEB nauðheml­un­ar­búnað (Aut­onomous Emer­gency Brak­ing) einkar lip­urt stýri, EPAS, sem stend­ur fyr­ir Electric Power-Ass­isted Steer­ing, aðstoð við að leggja í stæði og bakk­skynj­ara, sjálf­virk­an ljósa­búnað (háu ljós­in kveikt og slökkt sjálf­virkt), kerfið sem les um­ferðar­skilti, ak­reinavara og svo mætti skugga­lega lengi telja. Ýmiss kon­ar búnaður les um­ferðina og aðstöðar öku­mann. Það þarf ekki fleiri aðstoðaröku­menn í þenn­an bíl, svo mikið er víst.

Verð og sam­keppni

Eft­ir upp­taln­ing­una hér að fram­an má gera sér í hug­ar­lund að Disco­very Sport kosti álíka mikið og lít­il íbúð í út­hverfi. Svo er raun­ar ekki og það kem­ur á óvart því yf­ir­leitt má telja upp kosti fal­legra og góðra bíla en klykkja svo útt með því að böl­sót­ast hressi­lega yfir verðinu. Því er ekki til að dreifa hér því bíll­inn er á mun hag­stæðara verði en keppi­naut­arn­ir. Hann kost­ar frá 7.290.000 kr. sem er auðvitað ekki lít­ill pen­ing­ur í sjálfu sér né nokkuð sem meðalmaður hrist­ir fram úr erm­inni en skoðum aðeins sam­keppn­ina.

Við Disco­very Sport keppa BMW X3, Audi Q5, Lex­us NX og Volvo XC 60. Þar er Disco­very Sport ódýr­ast­ur en næst­ur kem­ur BMW X3 sem kost­ar 7.590.000 kr, þar á eft­ir Audi Q5 sem kost­ar frá 7.990.000 kr,. þá Volvo XC 60 sem kost­ar frá 8.380.000 kr og rek­ur Lex­us NX 300h verðlest­ina en hann kost­ar frá 8.960.000 kr. (fram­hjóla­drifs­bíll­inn kost­ar 8.560.000 kr.).

http://www.mbl.is/bill/domar/2015/03/31/eins_og_breskur_adalsmadur/