Fara í efni

Kynnisferðir fá nýjan Mercedes-Benz Tourismo

Fréttir

Kynnisferðir fá nýjan Mercedes-Benz Tourismo

Kynnisferðir fengu á dögunum nýjan og glæsilegan Mercedes-Benz Tourismo hópferðarbíl afhentan frá Bílaumboðinu Öskju. Um er að ræða 49 sæta hópferðabíl af nýjustu kynslóð Toursimo bíla sem komu á markað í ársbyrjun 2018. Bíllinn er mjög vel búinn þægindum fyrir farþega og má þar nefna salerni, ísskáp, loftkælingu, USB tengingu við hvert sæti og mjög gott rými á milli sæta.

Mikið er lagt upp úr öryggi farþega og bílstjóra við hönnum bílsins og má þar nefna sterkari framenda sérstaklega hannaðan til að verja ökumann.

Við hönnun Tourismo er einnig lögð rík áhersla á hagkvæmni. Eldsneytiseyðsla Tourismo er með því minnsta í þessum stærðarflokki hópferðarbíla. Til að ná þessum árangri var framendi bílsins hannaður með því markmiði að ná vindmótstöðu niður og nýir útispeglar settir á bílinn. Einnig er afturhluti bílsins einnig hannaður til að ná þessu markmiði með lægri vindmótstöðu og eldsneytiseyðslu.

,,Við erum mjög ánægð að fá þennan nýja og glæsilega Mercedes-Benz Tourismo í stóran og öflugan bílaflota fyrirtækisins. Það er markmið okkar að bjóða upp á öryggi og þægindi fyrir okkar viðskiptavini sem og umhverfismildari og eyðslugrennri bíla og þessi nýi Tourismo uppfyllir vel alla þessa staðla," segir Sigurður Steindórsson, rekstrarstjóri flota hjá Kynnisferðum.

,,Við erum afar stolt af því að afhenta Kynnisferðum þennan nýja Mercedes-Benz Tourismo. Það er afar ánægjulegt að Kynnisferðir bæti nú þessum glæsilega bíl í flota sinn," segir Sigurður Einarsson, sölufulltrúi hjá Atvinnubílum Öskju, sem er umboðsaðili Mercedes-Benz atvinnubíla.

Á myndinni eru:

Sigurður Steindórsson, rekstrarstjóri flota hjá Kynnisferðum, Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, og Sigurður Einarsson, sölufulltrúi hjá Atvinnubílum Öskju.