Fara í efni

Krúser“ sem legg­ur allt land und­ir fót

Fréttir

Frétt af mbl.is

Það eru ára­tug­ir síðan Toyota Land Cruiser skóp sér fyrst nafn sem vel bú­inn jeppi sem plu­m­ar sig jafn vel stíf­bónaður á stræt­um borg­ar sem og skít­ug­ur upp fyr­ir haus á veg­leys­um fjarri al­fara­leið.

Þegar maður virðir Land Cruiser 150 fyr­ir sér þar sem hann sted­ur gljáfag­ur á mal­bik­inu læðist að manni sú hugs­un að synd væri að óhreinka þenn­an sett­lega bíl. Það er þó hrein rang­hug­mynd í sjálfu sér því 150-bíll­inn er í ess­inu sínu í ófær­um. Það fékk blaðamaður að reyna ný­verið er Land Cruiser 150 með nýju vél­inni var kynnt­ur á Íslandi. Um 100 er­lend­ir blaðamenn komu til lands­ins um síðustu mánaðamót og tóku bíl­inn til kost­anna í ís­lensku lands­lagi. Um óbreytta bíla var að ræða og því kom frammistaðan að mörgu leyti skemmti­lega á óvart. Í ljós kom að bíll­inn finn­ur sig al­veg jafn vel hálf­ur á kafi í drullupoll­um og þegar hann líður þveg­inn og strok­inn um þjóðveg­ina.

Breytt­ur og bætt­ur – einkum und­ir húdd­inu

Land Cruiser á sinn fasta aðdá­enda­hóp hér á landi sem ann­ars staðar og því skilj­an­legt að var­lega sé stigið til jarðar þegar kem­ur að út­lits­breyt­ing­um og sjón­ræn­um upp­færsl­um, af hvaða tagi sem þær kunna að vera. Útlits­breyt­ing­arn­ar eru því með minnsta móti að þessu sinni en þeim mun meira hef­ur verið breytt og bætt hvað vél­ar­kost­inn varðar. Þar er helst að nefna að nýja vél­in, sem er 2,8 l í stað 3,0, upp­fyll­ir Euro 6-meng­un­arstaðal­inn, eyðslan er um leið minni en togið að sama skapi meira. Hann er sek­únd­unni leng­ur að ná 100 km/​klst. en togið er sem fyrr sagði meira og leiða má get­um að því að það hafi meira að segja meðal ein­stak­linga í kaup­enda­hópi bíls­ins en spyrnu­get­an. Kapp­akst­ur á rauðu ljósi og þess hátt­ar barna­skap­ur er lík­ast til ekki það sem Krús­ur­um þessa lands og annarra er efst í huga. Það heyr­ist óneit­an­lega svo­lítið í dísel­vél­inni en það er á sinn hátt ekki nema traust­verkj­andi.

Krúsað með stæl um þjóðveg­inn

Það er vita­skuld í bæn­um sem ballið byrj­ar og það þarf sjálfsagt ekki að hafa mörg orð um þenn­an bíl á göt­um borg­ar­inn­ar; til þess hef­ur hann verið nógu vin­sæll síðasta ald­ar­fjórðung­inn hér­lend­is til að fólk viti hversu vel hann virk­ar í borg­inni. Land Cruiser 150 er að sönnu stór bíll sem sit­ur nokkuð hátt á veg­in­um en þökk sé fyr­ir­taks vökv­a­kerfi í fjöðrun­ar­búnaði bíls­ins sveifl­ast hann merki­lega lítið til og frá þótt farið sé skvettu­lega í beygj­urn­ar, til að mynda á hring­torg­um. Hann beyg­ir lip­ur­lega á bíla­stæðum og út­sýnið er það gott að ökumaður skynj­ar sig býsna vel meðvitaðan um nán­asta um­hverfi sitt, sem er ótví­ræður kost­ur þegar um bíl af þess­ari stærð er að ræða.Crawl Control kom sér einkar vel þegar kom að því að svamla og sulla bíln­um um ár­far­veg. Örugg­ur fetaði hann sig alla leið á áfangastað

Þegar komið er á þjóðveg­inn líður „Krúser­inn“ prýðis­vel áfram. Hann er bú­inn hraðastilli sem frá­geng­inn er með sama hætti og í Lex­us­bíl­um; með lít­illi sveif aft­an við stýrið þar sem allt má græja með vísi­fingri án þess að taka aug­un af veg­in­um. Þá er vert að minna á mynda­vél í fram­grill­inu sem skim­ar veg­inn framund­an þegar ekið er á „cruise control“ og met­ur næstu 30 metr­ana. Und­ir­ritaður sigldi þannig áfram uns flutn­inga­bíll framund­an rauf geisl­ann frá mynda­vél­inni. Við það slökkti bíll­inn á hraðastill­in­um og rauf sjálf­virk­an akst­ur­inn og ég varð að taka við inn­gjöf­inni á ný. Flott­ur búnaður sem virkaði ljóm­andi vel.

Uppi á fjalli, úti í fljóti...

Þegar kom að því að taka bíl­inn til kost­anna utan fólks­bíla­færra vega sýndi hann fyrst hvers hann er megn­ug­ur. Með því að hækka hann varð Land Cruiser­inn ein­fald­lega til í allt, og þótt blaðamanni yrði ekki um sel and­spæn­is sum­um stór­grýt­is-stíg­un­um, sem voru allt annað en árenni­leg­ir, kleif jepp­inn ófær­urn­ar, upp og yfir það sem fyr­ir var. Þegar komið var út í sæmi­lega á gafst kost­ur á að prófa veru­lega skemmti­leg­an búnað, sem reynd­ar er ekki staðal­búnaður, og nefn­ist „Crawl Control“ og eig­end­ur Land Cruiser 200 ættu marg­ir hverj­ir að kann­ast við. Þegar búnaður­inn hef­ur verið ræst­ur fikr­ar bíll­inn sig ein­fald­lega áfram, nán­ast eins og hann skríði á fjór­um fót­um – eða dekkj­um, rétt­ara sagt – og ökumaður tek­ur fót­inn af inn­gjöf­inni. Henni er þess í stað stýrt, í fjór­um þrep­um, með stór­um sner­il­rofa í mæla­borðinu fyr­ir ofan miðju­stokk­inn, og í þess­um ham er sem bíll­inn muni bók­staf­lega kom­ast allt. Það gerði hann líka og það var hrein unun að aka 150-bíln­um á mikl­um hraða um svarta sanda há­lend­is­ins, því þar fór hann jafn vel með beygj­urn­ar og hann gerði í bæn­um, skrikaði lítið sem ekk­ert og fjöðrun­in fór létt með flest sem fyr­ir varð. Sæt­in í jepp­an­um eru líka flenni­stór svo það væs­ir ekki um öku­mann og farþega þegar farið er um landið. Aðbúnaður­inn er all­ur hinn prýðileg­asti inn­an­stokks en samt er tor­færuslagsíða á Land Cruiser 150; hann er dug­andi þjark­ur sem fer hvert á land sem hann lyst­ir og er auk þess hlaðinn búnaði, í stað þess að falla hinum meg­in lín­unn­ar og vera þá lúxusjeppi sem hent­ar í ut­an­vega­akst­ur.

Eyðsla sem kem­ur á óvart

Loks er vel þess virði að nefna að eldsneytis­eyðslan kom und­ir­rituðum í opna skjöldu. Þegar ekið hafði verið úr Reykja­vík og Hval­fjörður­inn far­inn í kjöl­farið, Drag­háls­inn, Húsa­fell, Lang­jök­uls­ræt­ur og suður fyr­ir jök­ul­inn að Skjald­breið hafði nál­in á mæl­in­um vart hagg­ast; hún var ennþá í toppi! Það heyr­ir held­ur til und­an­tekn­inga en hitt að bíl­ar standi und­ir há­leit­um eyðslu­töl­um frá umboðunum en í þetta sinn sást það frá fyrstu hendi. Eyðslan með nýju vél­inni nær nýj­um lægðum, ef svo má að orði kom­ast og var þó frá­leitt verið að rembast við ein­hvern sparakst­ur – nema síður væri.

Þar sýndi Land Cruiser 150 enn eina spari­hliðina og ekki við öðru að bú­ast en hinir ljón­hörðu stuðnings­menn þessa ást­sæla jeppa herðist enn í trúnni við að prófa hann þenn­an. Til þess hef­ur hann allt að bera.

http://www.mbl.is/bill/domar/2015/10/13/kruser_sem_leggur_allt_land_undir_fot/