Fara í efni

Kór­esk merki koma vel út

Fréttir

Frétt af www.mbl.is

Kór­esku bílsmiðirn­ir Kia og Hyundai koma út með glans úr ár­legri viður­kenn­ingu fyr­ir neyt­enda­ánægju (VSA) vest­an hafs. Höfðu þeir bet­ur í keppni við úr­vals­bíla á borð við Mercedes-Benz S Class og BMW 7-lín­una.

Um er að ræða niður­stöður úr rann­sókn á svör­um 66.000 kaup­enda nýrra bíla í Banda­ríkj­un­um. Náðu þau til 274 bíla­mód­ela frá 33 bíl­merkj­um 11 bílsmiða. Keppn­in var afar hörð og áttu níu bílsmiðanna 11 að minnsta kosti einn bíl í efsta sæti ein­hvers ánægju­flokks­ins.

Kia og Hyundai unnu sam­tals fjóra flokka af 23 og deildu sigri í þeim fimmta. Meðal sig­ur­veg­ara í flokki voru Hyundai Sonata og Kia Soul. Til­komu­mesti sig­ur Kia var í flokki lúx­us­bíla þar sem flagg­skipið K900 hlaut hærri ein­kunn en nokkru sinni hef­ur mælst. Bar bíll­inn sigur­orð af ein­hverj­um fín­ustu bíl­um sem fram­leidd­ir eru.   

Til viðbót­ar vann K900 heild­ar­verðlaun­in og var ein­kunna­gjöf­in sú hæsta í sögu VSA-viður­kenn­ing­anna.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2015/07/09/koresk_merki_koma_vel_ut/