Fara í efni

Kjarasamningar undirritaðir

Fréttir

Í dag, 7. maí 2019, var kjarasamningur Bílgreinasambandsins og Samiðnar undirritaður af Jóni Trausta Ólafssyni formanni BGS og Hilmari  Harðarsyni formanni Félags iðn- og tæknigreina. Samningurinn er mjög áþekkur þeim samningum sem hafa verið undirritaðir upp á síðkastið þar sem áherslur eru á hækkun lægstu launa og styttingu vinnuvikunnar.

Þá felur samningurinn í sér ýmsar aðrar breytingar, eins og:
- Grein 4.3.2.1. breytist eftirfarandi: Starfsmaður sem unnið hefur 10 ár í sömu starfsgrein (hér var áður talað um sama fyrirtæki í 10 ár) á rétt á orlofi í 30 virka daga og orlofslaunum sem nema 13,04%. Hækkun orlofs tekur gildi 1. maí 2021 þannig að hærri orlofsprósenta er greidd frá þeim tíma. Aukið orlof kemur þannig til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022. Enda hafi rétturinn verið sannreyndur.
- Þjónusta utan bakvakta með fjarlausnum og símhringingum  Sé starfsmanni sem ekki er á bakvakt gert að sinna þjónustu með fjarlausnum eða símhringingum í frítíma sínum skal samið um þóknun vegna þess ónæðis sem af því hlýst. Tilgreina skal þóknun í ráðningarsamningi. Með fjarlausnum er átt við vinnu sem starfsmaður getur unnið utan vinnustaðar með tölvubúnaði. 

Þessar breytingar og samningurinn í heild sinni verður kynntur betur á næstu dögum. 

Áhugasamir geta þó kynnt sér samninginn á eftirfarandi slóð:

https://fit.is/images/kjaramal/samningar/2019/KjarasamnSamidnBilgrs7mai2019.pdf