Fara í efni

Kia Telluride valinn heimsbíll ársins 2020

Fréttir
Kia Telluride
Kia Telluride

Kia Telluride var valinn heimsbíll ársins 2020 en verðlaunin voru veitt í Toronto í Kanada.

Kia Telluride er nýr sportjeppi sem framleiddur er sérstaklega fyrir Bandaríkjamarkað. Kia vann tvo flokka í þessu eftirsóknarverða vali en rafbíllinn Kia Soul EV vann flokk borgarbíla. Kia Soul EV hefur verið mjög vinsæll hér á landi sem víða erlendis.

,,Allir hjá Kia eru heiðraðir með þessum verðlaunum. Við unnum ekki ein heldur tvenn verðlaun hjá dómnefndinni í vali á heimsbíl ársins,“ sagði Thomas Schemera yfirmaður vörudeildar hjá Kia Motors Corporation. ,,Þetta eru ein eftirsóttustu verðlaunin á heimsvísu í bílabransanum. Þetta er til votts um það að Telluride og Soul EV eru framúrskarandi bílar. Þessi verðlaun bera með sér hversu hæfileikaríkt og duglegt teymið er á heimsvísu og hversu hart allir sækja að því að framleiða eftirsótta gæða bíla sem hafa gott notagildi og ökumenn elska,“ bætti Schemera við.

Þetta er í 15. skipti sem verðlaunin eru veitt í samvinnu við Bílasýninguna í New York en henni hefur nú verið frestað fram í ágúst.