Fara í efni

Kia Stonic bæt­ir sér í borg­ar­jeppa­slag­inn

Fréttir

Eins og les­end­um Bíla­blaðs Morg­un­blaðsins ætti að vera full­kunn­ugt um þá er svo­kallaður B-SUV- flokk­ur sá sem hvað mest gróska er í um þess­ar mund­ir. Hver fram­leiðand­inn á fæt­ur öðrum hopp­ar á vagn­inn og send­ir frá sér bíl í flokk­inn enda eft­ir all­nokkru að slægj­ast; flokk­ur­inn er sá sem vex ör­ast þessi miss­er­in og spár segja til um að téður flokk­ur verði sá stærsti í Evr­ópu 2020.

Það er því skilj­an­legt að helstu fram­leiðend­ur vilji sína sneið af kök­unni. Til glöggv­un­ar má segja að B-SUV-bíl­ar eru litl­ir borg­ar­jepp­ar (við ætt­um kannski að kalla þessa bíla „smá­borg­ara“ til auðkenn­ing­ar)

og til sam­an­b­urðar er ann­ar slík­ur tek­inn til kost­anna hér á opn­unni á und­an. Kia Stonic sver sig í ætt­ina, snagg­ara­leg­ur og skemmti­lega hannaður, hugsaður til að trekkja að unga kaup­end­ur með hressi­leg­um lit­um, val­kosti á þaki í öðrum lit og hæfi­lega flippaðri inn­rétt­ingu. Í það heila hef­ur vel tek­ist til.

Spee­dy + Tonic = Stonic

Fyr­ir þau ykk­ar (flest ykk­ar, ekki satt) sem eruð að velta nafn­inu Stonic fyr­ir ykk­ur, þá er þetta bræðing­ur úr orðunum „spee­dy“ og „tonic“ en þau eiga að fanga anda bíls­ins öðrum bet­ur. Við höf­um þegar séð aðra fram­leiðend­ur leika þenn­an leik við nafn­gift­ir nýrra bíla, svo sem Volkswagen sem bjó til Tigu­an úr „tiger“ og „igu­ana“ en það er önn­ur saga. Kia fá fólk til að tala um nafnið og þar með er til­gang­in­um náð. Þeir eru til að mynda komn­ir inn í koll­inn á okk­ur héðan af, því verður víst ekki neitað.

Ásýnd­ar er Stonic lag­leg­ur að sjá. Hann er með alþekkt tíg­ur-grillið sem ein­kenn­ir Kia-fjöl­skyld­una og sömu lá­réttu, knöppu fram­ljós­in. Þá eru þoku­ljós­kast­ar­ar staðsett­ir í býsna svip­mikl­um hólf­um und­ir fram­ljós­un­um og það er nóg að ger­ast í hönn­un fram­end­ans til að fá mann til að staldra við. Bíll­inn er ein­fald­lega and­lits­fríður og flott­ur að sjá hvað fram­end­ann varðar. Hliðarsvip­ur­inn er að sama skapi flott­ur og C-bit­inn hef­ur þar sitt að segja enda er hann í öðrum til en A- og B-bitarn­ir. Um­fang hans kem­ur reynd­ar aðeins niður á út­sýni öku­manns, en „beauty is pain“ eins og þar stend­ur. Einnig er vert að benda á inn­felld­ar vind­lín­ur á hurðaflek­un­um, sem ná frá fram­hjól­um til aft­ur­hjóla og gefa bíln­um flott­an svip. Að aft­an er Stonic líka fínn, og gæja­leg­ur hlífðarkant­ur neðst á aft­urstuðara hef­ur þar mikið að segja. Í heild lag­leg­ur bíll að sjá og það er skemmti­legt hvernig þak­bog­arn­ir eru út­færðir en þeir enda ein­fald­lega án snert­ing­ar við þakið sem fær mann til að kíkja á þá aft­ur.

Lúkk­ar flott þó að allt sé í plasti

Inni við minn­ir allt óneit­an­lega á bróður­inn Kia Rio. Útlitið er lag­legt og nú­tíma­legt, mikið af aðgengi­leg­um búnaði, snjall­tengi­mögu­leik­ar eins og vera ber, og ýms­ar aðgerðir í sport­legu og fal­lega hönnuðu stýr­inu. Efn­is­valið er plast, og á meðan það kann að stuða suma fag­ur­kera er bara að hafa í huga að hér er mark­hóp­ur­inn í yngri kant­in­um og þar kann fólk að meta hag­stætt verð án þess að setja fyr­ir sig að inn­rétt­ing­ar séu ekki fíla­beil og íben­holt. Stonic lúkk­ar og það er það sem tel­ur.

Helst er hætt við að fólk sem komið er með fjöl­skyldu finni að því hve skott­plássið er naumt því það nær ekki 400 lítr­um með aft­ur­sæt­in uppi. Plássið er nán­ar til­tekið 352 lítr­ar og það er held­ur lítið. Reynd­ar fjór­fald­ast það nær­fellt við að fella aft­ur­sæt­in niður – verður þá 1.155 lítr­ar – en slíkt er vita­skuld ekki val­kost­ur þegar þrír eða fleiri ætla sam­an út úr bæn­um.

Fim­ur í borg, fjör­ug­ur á veg­um

Eins og nafnið „borg­ar­jeppi“ gef­ur til kynna er gert ráð fyr­ir að bíll­inn hafi drjúgt nota­gildi inn­an borg­ar­mark­anna. Það ger­ir Stonic líka og hann stóð sig með prýði þegar hann var reynd­ur inn­an borg­ar­marka Berlín­ar, og ekki var hann síðri á þjóðveg­in­um í nærsveit­um borg­ar­inn­ar eða þá á hraðbraut­un­um í kring. Stonic er ekki sprúðlandi skemmti­tæki með ótak­markaðan kraft en hann er fínn í akstri og eyðslu­töl­ur eru mjög góðar, bæði í bens­ín- og dísilút­gáf­um bíls­ins. Veg­hljóð var lítið sem ekk­ert, vél­ar­hljóð vart telj­andi nema þegar bíln­um var gefið ær­lega inn og akst­ur­inn al­mennt þægi­leg­ur.

Kia Stonic er ein­mitt það sem markaður­inn er að kalla eft­ir um þess­ar mund­ir, tikk­ar í flest box­in sem nýr bíll í B-SUV flokki þarf að hafa til að bera en líður óneit­an­lega fyr­ir lítið far­ang­urs­rými.