Fara í efni

Kia Sorento hlýtur iF Design hönnunarverðlaunin

Fréttir

Tilkynnt hefur verið að nýr Kia Sorento hljóti hin virtu iF Design Award 2015 hönnunarverðlaun fyrir framúrskarandi hönnun í flokki jeppa og jepplinga. Þetta er í sjöunda skipti á síðsutu sex árum sem Kia bíll vinnur til iF Design hönnunarverðlauna. Verðlaunin verða afhent við hátíðalega athöfn síðar í þessum mánuði.

Nýja kynslóð þessa vinsæla jeppa er mjög breytt hvað varðar hönnun. Nýi jeppinn er með kraftalegri framenda með stærra grilli og langri vélarhlífinni. Afturendinn er nýtískulegri með þrískiptum díóðuljósum og útlitið ber það með sér að hafa verið endurhannað frá grunni. Þakið er lægra en axlarlínan hærri sem gefur honum enn sportlegra útlit.

Nýr Kia Sorento verður frumsýndur hér á landi í lok þessa mánaðar. Nýja kynslóð Kia Sorento mun verða vel búin og með öflugum en jafnframt sparneytnum vélum. Má þar nefna m.a. 2,2 lítra dísilvél sem skilar 200 hestöflum en eyðslan er aðeins 6,7 lítrar á hundraðið miðað við blandaðan akstur samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Nýr Kia Sorento er hannaður í hönnunarstöðvum Kia Motors í Suður-Kóreu, Þýskalandi og Bandaríkjunum.