Kia mun kynna glænýjan bíl sem ber nafnið Kia Sportspace á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Um er að ræða fagurlega hannaðan langbak sem mun bjóða upp á þægindi og gott pláss fyrir ferðalög en bíllinn er kynntur sem ,,Grand Tourer.” Kia segist þó ekki muni fórna aksturseiginleikum, sparneytni og umhverfisþættinum sem bílaframleiðandinn er þekktur fyrir. Sportspace er hannaður í hönnunarmiðstöð Kia í Frankfurt.
,,Við ákváðum að hanna bíl sportlegan bíl sem býður upp á gott farangursrými fyrir fólk sem er á ferðinni og þarf á góðu rými að halda fyrir fjölskylduna, vinnuna og tómstundirnar. Með Sportspace verður hægt að ferðast þægilega um í fallega hönnuðum og sportlegum bíl sem hefur nóg pláss fyrir fólk og farangur,” segir Gregory Guillaume, yfirhönnuður Kia í Evrópu.