Fara í efni

Kia In­store opn­ar í Smáralind

Fréttir

Kia In­store opn­ar klukk­an 18 í dag, fimmtu­dag, í Smáralind. Kia In­store er fyrsta pop-up versl­un bílaum­boðs hér á landi og verður í Smáralind­inni til ára­móta.

Hug­mynd­in er að sænskri fyr­ir­mynd en þar hafa Kia In­store versl­an­ir gengið von­um fram­ar og búið er að opna nokkr­ar slík­ar versl­an­ir þar í landi, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Í versl­un­inni, sem er við hlið Útil­ífs í Smáralind­inni, verða fjór­ir Kia bíl­ar sýnd­ir hverju sinni. Þeim verður skipt út reglu­lega en Kia lín­an tel­ur ell­efu gerðir í dag í ýms­um út­færsl­um. Á næst­unni verða síðan tólfti og þrett­ándi bíll­inn í Kia lín­unni frum­sýnd­ir.

„Við erum gríðarlega spennt fyr­ir þessu verk­efni en aðal­atriðið er að fólki finn­ist skemmti­legt í búðinni okk­ar. Össi graffiti snill­ing­ur er bú­inn að graffa virki­lega flott verk fyr­ir okk­ur og við mun­um vera með mikið af viðburðum í vet­ur. Það er alltaf gam­an að gera eitt­hvað nýtt og þessi versl­un er það svo sann­ar­lega. Við vilj­um nýta þetta tæki­færi til að tengj­ast viðskipta­vin­um okk­ar enn bet­ur. Þessi staðsetn­ing er  til­val­in fyr­ir þá sem eiga leið um að máta bíl­ana okk­ar við fjöl­skyld­una,“ Seg­ir Freyja Leópolds­dótt­ir markaðsstjóri Bílaum­boðsins Öskju.

Hún bæt­ir við, að all­ir ættu að geta fundið bíl við sitt hæfi hjá Kia, hvort sem um er að ræða ungt fólk að íhuga sín fyrstu bíla­kaup, for­eldra sem vilja setja ör­yggið í fyrsta sæti eða eldra fólk sem vill traust­an og ör­ugg­an ferðafé­laga sem er þægi­leg­ur í akstri.

Opn­un­ar­partý verður í versl­un­inni á milli klukk­an 18 og 21 í dag og stend­ur öll­um opið.