Fara í efni

Jepp­inn sem fer sín­ar eig­in leiðir

Fréttir

Tím­arn­ir breyt­ast og menn­irn­ir með,“ stend­ur þar og um það er ekki deilt. G-Class jepp­inn frá Mercedes-Benz er hins veg­ar að miklu leyti und­an­skil­inn þess­ari speki því hann hef­ur lítið sem ekk­ert breyst í 30 ár, að minnsta kosti hvað út­litið áhrær­ir.

Á meðan þorri fólks­bíla virðist hafa það að mark­miði að líkj­ast raf­magns­rakvél meira með hverju ár­inu, með sí­auk­inni straum­línu­lög­un út í það óend­an­lega, held­ur „Geländewagen“-jepp­inn sínu striki og læt­ur sér fátt um tísku­sveifl­ur finn­ast. Þannig mætti segja að G-Class sé bíll sem vel­ur sér eig­end­ur en ekki öf­ugt; þeir ein­ir sem eru til­bún­ir að taka þess­um dúnd­ur­jeppa á hans ósveigj­an­legu for­send­um eru þess verðugir að fá að eiga hann. Aðstaða öku­manns er fyr­ir­tak og út­sýni fram og til hliðanna feikigott enda hátt til lofts þó ekki sé ýkja vítt til veggja. Öll mögu­leg tækni er inn­an seil­ing­ar og ger­ir akst­ur­inn í hæsta máta ánægju­leg­an. mbl.is/​RAX

Bíll­inn er nú einu sinni hand­smíðaður í Graz í Aust­ur­ríki, heima­bæ Arnolds Schw­arzenegger, nema hvað.

Bryn­var­inn sén­tiljeppi

Þegar kantaðar lín­ur G-Class jepp­ans ber fyr­ir augu dett­ur manni helst í hug að hér sé kom­inn bræðing­ur af Benz S-Class lúx­us­bíl og Panzer-skriðdreka. Ekki er það til að slá á þá til­finn­ingu þegar hurðir hans eru aflæst­ar því þá syng­ur í þýska stál­inu svo um mun­ar. Hér heyr­ist ekk­ert „píp píp“ eða ámóta gaum­hljóð, held­ur dug­legt og næst­um sker­andi „tsjakk“ – und­ir­ritaður man bara ekki eft­ir öðru eins hljóði í hurðalás. Hurðaskell­ir G-Class staðfesta svo þessa upp­lif­un því gegn­um þung­an og traust­vekj­andi dynk­inn heyrðist glögg­lega í stál­inu. Sú hugs­un kvikn­ar óneit­an­lega að í þess­um dreka sé maður ör­ugg­ur. Góðu heilli fór ekki svo að á það þyrfti að reyna en blaðamaður óttaðist aldrei um sig eða sína þegar ekið var á jepp­an­um um göt­ur borg­ar­inn­ar. Til þess er hann ein­fald­lega of verk­leg­ur.

Að inn­an er hann eins og best ger­ist um lúx­us­bíla, og það er af­rek út af fyr­ir sig hversu vel tekst að splæsa verk­legu ytra byrðinu sam­an við all­an munaðinn inn­an­dyra svo að úr verði sann­fær­andi heild. Of langt mál er að telja upp all­an búnaðinn sem hann hef­ur til að bera – til þess eru starfs­menn umboðsins – en til að gefa les­end­um ein­hverja hug­mynd um báðar hliðar búnaðar­ins, dugnaðinn og munaðinn, er G-Class með sítengt 4MATIC-aldrif með mis­muna­drifs­gír, 100% læs­ing­ar á drif­um og milli­kassa, sjö gíra sjálf­skipt­ingu, hita í fram- og aft­ur­sæt­um, tví­virka loft­kæl­ingu, ríku­legt aðgerðastýri, koltrefja­klædda lín­ingu í inn­rétt­ingu, minn­ispakka fyr­ir fram­sæti og stýris­hjól, Harm­an Kar­don surround-hljóðkerfi og þannig má lengi telja. Um eng­an þarf að væsa í þess­um bíl, svo mikið má full­yrða.

Fyr­ir­taks út­sýni úr há­sæt­inu

Það vant­ar því ekki þæg­ind­in á þess­um bæ. Sæt­in eru í stuttu máli sagt framúrsk­ar­andi enda hægt að stilla þau út í það óend­an­lega. Ökumaður sit­ur hátt og sér vel út und­an sér til allra átta enda glugg­ar óhemju stór­ir. Það er helst að haus­púðinn á miðju­sæt­inu aft­ur í skyggi á út­sýnið í bak­spegl­in­um.

Þegar lagt er af stað kem­ur það öku­manni í opna skjöldu hversu vel þessi hlunk­ur tog­ar. Jepp­inn ger­sam­lega rýk­ur af stað og vinnsl­an er al­veg hreint fyr­ir­tak. Urrið í vél­inni er þá kafli út af fyr­ir sig. Það er reynd­ar meiri­hátt­ar ráðgáta hvernig verk­fræðing­un­um hjá Benz tekst að ná öðru eins togi út úr aðeins 211 hest­öfl­um þegar haft er í huga að bíll­inn er 2,5 tonn. Bra­vó!

Þá er viðnámið í stýr­inu hár­rétt fyr­ir jeppa af þessu tagi því um leið og stýris­búnaður­inn tek­ur af manni erfiðið við að beygja finn­ur ökumaður engu að síður fyr­ir snún­ingn­um. Það er eitt­hvað vandað og traust­vekj­andi við það. Eitt kom þó held­ur sér­kenni­lega fyr­ir sjón­ir, eða rétt­ara sagt hlust­ir, og það var hljóðið í rúðuþurrk­unni á aft­ur­hler­an­um. Um leið og til­komu­mikið hljóðið í hurðahler­um og fjar­stýrðu læs­ing­unni var til ánægju er mótor­hvin­ur­inn í téðri aft­urr­rúðuþurrku fá­rán­lega há­vær. Farþegum brá hálfpart­inn þegar hún fór í gang.

Það er svo ekki bara ramm­gert út­litið sem gef­ur öku­manni og farþegum ör­ygg­is­til­finn­ingu. Benz G-Class er bú­inn átta líkn­ar­belgj­um, fyr­ir öku­mann og farþega í fram­sæti, og svo þrem­ur meðfram hvorri hlið bíls­ins fyr­ir farþega. Þá eru NECK-PRO háls­meiðslavar­ar í haus­púðum, LED-dag­ljós og stöðug­leika­búnaður fyr­ir akst­ur með tengi­vagn. Það kem­ur sér vel þegar haft er í huga að hann hef­ur drátt­ar­getu upp á 3.500 kíló.

Næsta verk­efni verk­fræðing­anna hjá Benz er svo að minnka kolt­ví­sýr­ings­gildið á G-Class, sem er heil 295 g/​km. Það jaðrar við að telj­ast boðlegt nú til dags og bet­ur má ef duga skal í þeim efn­um.

Allt hef­ur sinn verðmiða

Og þá er það verðið. Þú byrjaðir kannski á að lesa þessa máls­grein, les­andi góður? Þessi magnaði jeppi hef­ur ým­is­legt til að bera og fyr­ir það þarf að borga. Grunn­gerðin G 350 Blu­eTec sem prófuð var kost­ar tæp­lega 24 millj­ón­ir króna. Einnig fæst G 500 með bens­ín­vél sem skil­ar 387 hest­um og þá hækk­ar verðið í 27,5 millj­ón­ir. Vilji menn svo taka draum­inn alla leið er hægt að skella sér á G 63 AMG fyr­ir litl­ar 37,5 millj­ón­ir.

Allt í allt er hér um draumajeppa að ræða í flest­um skiln­ingi. Hann er dýr en sé maður á annað borð í aðstöðu til að kaupa bíl fyr­ir 25 millj­ón­ir eða svo er þetta rak­inn kost­ur. Ég hef heyrt eitt bílaum­boðið kalla einn af sín­um jepp­um „kon­ung jepp­anna“ og annað seg­ist vera „ör­ugg­ur staður til að vera á“. Það er gott og blessað en ein­hvern veg­inn minn­ir fram­an­greint mig fyrst og fremst á Benz G-Class jepp­ann.

jonagn­ar@mbl.is