Fara í efni

Jeppasýning Mercedes-Benz

Fréttir

Bílaumboðið Askja býður til sérstakrar Mercedes-Benz jeppasýningar nk. laugardag kl. 12-16.

,,Vetur konungur er nú genginn í garð og því er okkur sérstök ánægja að blása til jeppasýningar þar sem öll hin breiða lína Mercedes-Benz í jeppum verður til sýnis. Hér er um að ræða allt frá hinum netta sportjeppa GLA til hins stóra og stæðilega G-Class og allt þar á milli. Mercedes-Benz jepparnir eru allir búnir hinu einstaka 4MATIC fjórhjóladrifi sem er eitt það tæknivæddasta sem völ er á. Við bjóðum alla velkomna í heimsókn og sölumenn okkar munu taka vel á móti gestum. Við bjóðum að sjálfsögðu upp á reynsluakstur á Mercedes-Benz jeppunum," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla, hjá Bílaumboðinu Öskju.

 Veglegur aukahlutapakki fylgir með völdum jeppum á sýningunni á laugardag.