Fara í efni

Íslandsmót Iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning 2017

Fréttir

Dagana 16. – 18. mars 2017 mun Verkiðn halda Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardalshöll.
Framhaldsskólar munu kynna námsframboð sitt, bæði verklegt og bóklegt og mun starfsfólk þeirra veita svör við spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði.

Íslandsmót iðn- og verkgreina er viðburður sem haldinn er reglulega og stendur keppnin yfir í þrjá daga. Keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, fagmennsku og skipulagshæfileika. Dómarar fara yfir verkefnin að keppni lokinni, meta gæðin og velja þá sem skara fram úr í hverri grein.
 

Tilgangur keppninnar er meðal annars að kynna og vekja áhuga grunnskólanema á iðn- og verknámi og þeim fjölmörgu tækifærum sem nám í greinunum hefur upp á að bjóða.

Gestir fá að snerta á og prófa hluti undir handleiðslu fagfólks í ýmsum greinum. Hér gefst því upplagt tækifæri til að kynna sér spennandi starfsmöguleika í iðngreinum.