Fara í efni

Ingimundur Sigfússon fyrrum forstjóri Heklu og sendiherra er látin.

Fréttir

Ingimundur Sigfússon fyrrum forstjóri Heklu og sendiherra er látin Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í dag miðvikudag.

Ingi­mund­ur fædd­ist í Reykja­vík 13. janú­ar 1938 og ólst þar upp. For­eldr­ar Ingi­mund­ar voru Rann­veig Ingi­mund­ar­dótt­ir og Sig­fús Berg­mann Bjarna­son, stofn­andi og for­stjóri Heklu hf.

Ingi­mund­ur gekk í Mela­skóla, Gagn­fræðaskóla Vest­ur­bæj­ar og síðan í Versl­un­ar­skóla Íslands, og út­skrifaðist þaðan sem stúd­ent 1959. Hann lauk embætt­is­prófi í lög­fræði frá HÍ 1967.

Ingi­mund­ur hóf störf hjá Heklu hf. að loknu laga­prófi og varð for­stjóri Heklu hf. við frá­fall föður síns haustið 1967 og gegndi því starfi til árs­loka 1990.

Ingi­mund­ur var stjórn­ar­formaður Reykja­prents 1967-85, stjórn­ar­formaður Heklu hf. 1990-94, stjórn­ar­formaður Stöðvar 2 1993-94, sendi­herra Íslands í Þýskalandi 1995-2001 og sendi­herra Íslands í Jap­an 2001-2004.

Ingi­mund­ur var formaður Bílgreinasambandsins 1978-1980, formaður Lista­hátíðar 2004-2010, stjórn­ar­formaður Stofn­un­ar Sig­urðar Nor­dals 2005-2010, formaður þjóðleik­hús­ráðs 2007-2014, stjórn­ar­maður Wat­ana­be-styrkt­ar­sjóðsins frá 2008 og formaður Íslands­deild­ar Scandi­navia-Jap­an Sa­sakawa Foundati­on frá 2006.

Ingi­mund­ur og eft­ir­lif­andi eig­in­kona hans, Val­gerður Vals­dótt­ir, hlutu land­græðslu­verðlaun­in 2016 fyr­ir land­græðslu­störf, en þau græddu landsvæði og unnu að skóg­rækt að Þing­eyr­um og Sig­ríðar­stöðum í Húna­vatns­sýsl­um. Ingi­mund­ur var sæmd­ur heiðursorðu Jap­an­skeis­ara 2016 og heiðursorðu frá þýska rík­inu 2001. Hann var aðalræðismaður Spán­ar á Íslandi 1983-94.

Syn­ir Ingi­mund­ar og Val­gerðar eru Val­ur, pró­fess­or í sagn­fræði við HÍ, og Sig­fús Berg­mann, fram­kvæmda­stjóri eign­ar­halds­fé­lags­ins Hofs ehf.