Fara í efni

Hyundai með nýj­an vetn­is­bíl

Fréttir

Frétt af mbl.is

Hyundai hef­ur mikla trú á vetni sem orku­gjafa framtíðar­inn­ar í bíla­sam­göng­um. Hef­ur bílsmiður­inn nú kynnt nýj­an vetn­is­bíl sem kem­ur á göt­una á næsta ári, 2018.

Kynn­ing­in fór reynd­ar fram fyr­ir lukt­um dyr­um í Seoul, höfuðborg Suður-Kór­eu, en form­leg frum­sýn­ing bíls­ins mun eiga sér stað á raf­einda­tækjaráðstefn­unni ár­legu í Las Vegas (CES) í byrj­un janú­ar næst­kom­andi.

Þrjár mynd­ir af bíln­um hafa lekið út og ei­lítið af upp­lýs­ing­um öðrum, en hann bygg­ist á FE Concept þró­un­ar­bíln­um sem sýnd­ur var fyrsta sinni á bíla­sýn­ing­unni í Genf í mars sl. Hann á að leysa af hólmi ix35 vetn­is­bíl­inn sem kom til skjal­anna 2014.

Hingað til hef­ur tek­ist að halda nafni nýja bíls­ins leyndu. Afl­rás­in er sögð marka upp­haf fjórðu kyn­slóðar vetn­is­bruna­tækni fyr­ir bíla en rann­sókn­ir og próf­an­ir á tækni til notk­un­ar vetn­is sem orku­gjafa í bíl­um hafa staðið yfir í 20 ár.      
    
Skil­virkni vetn­is­vél­ar­inn­ar er sögð kom­in upp í 60% en mun vera 51% í ix35-bíln­um. Aflið hef­ur verið aukið um 20% í 163 hest­öfl. Auðvelt á að vera að gang­setja afl­rás­ina í allt að 30 stiga frosti. Hyundai geng­ur út frá því að há­marks­drægi bíls­ins verði 580 kíló­metr­ar á tankfylli vetn­is.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2017/08/18/hyundai_med_nyjan_vetnisbil/